Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna bannar sölu mentól sígaretta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 08:08 Andstæðingar bannsins óttast meðal annars að það muni leiða til fleiri hættulegra árekstra milli lögreglu og ungra svartra manna. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur ákveðið að banna sölu mentól sígaretta. Mannréttinda- og heilbrigðissamtök hafa löngum barist fyrir banninu, þar sem mentól sígarettur valda hlutfallslega meiri skaða meðal svartra Bandaríkjamanna. Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið. Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið.
Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira