Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna bannar sölu mentól sígaretta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 08:08 Andstæðingar bannsins óttast meðal annars að það muni leiða til fleiri hættulegra árekstra milli lögreglu og ungra svartra manna. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur ákveðið að banna sölu mentól sígaretta. Mannréttinda- og heilbrigðissamtök hafa löngum barist fyrir banninu, þar sem mentól sígarettur valda hlutfallslega meiri skaða meðal svartra Bandaríkjamanna. Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið. Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Sjá meira
Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið.
Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Sjá meira