Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 18:18 Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu. Hann áfrýjaði dómi sem hann hlaut fyrir meiðyrði í garð uppgjafarhermanns í febrúar. Dómari hafnaði áfrýjuninni. AP/Svæðisdómstóll Bubiskinskí Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57