Boris í bobba: Rannsaka hvort kosningasjóðir hafi verið notaðir ólöglega Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2021 15:54 Boris Johnson, forsætisráðherra, var undir mmiklum þrýstingi á breska þinginu í dag. Breska þingið/Jessica Taylor Yfirkjörstjórn Bretlands tilkynnti í dag að hefja ætti formlega rannsókn sem snýr að Boris Johnson, forsætisráðherra. Rannsóknin snýr að því hvort Johnson hafi notað kosningasjóði til að gera endurbætur á íbúð sinni við Downing-stræti. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem bendi til þess að mögulega hafi slíkt brot verið framið. Öll spjót hafa beinst að forsætisráðherranum undanfarna daga eftir að hann var fyrst sakaður um að hafa notað kosningasjóði Íhaldsflokksins til framkvæmda í íbúð forsætisráðherra, sem er staðsett í Downing-stræti 11, yfir skrifstofum ráðuneytisins. Johnson sjálfur segist hafa notað eigin fé til framkvæmdanna, til viðbótar við þau þrjátíu þúsund pund sem hann átti rétt á úr ríkissjóði. Samkvæmt grein Sky News láku tölvupóstar sem sýna að auðugur bakhjarl Íhaldsflokksins bauð því að gefa flokknum 58 þúsund pund í fyrra. Samkvæmt póstunum var það vegna kostnaðar flokksins við eitthvað sem kallað var „Downing-strætis sjóðurinn“. Sá bakhjarl nefndi einnig fimmtán þúsund punda framlag, en það framlag er það eina sem skráð er í formleg skjöl flokksins. Johnson var undir miklum þrýstingi á þingi í dag en kom sér að mestu undan því að svara spurningum þingmanna um málið. Þegar hann var spurður að því hvort skattgreiðendur, Íhaldsflokkurinn, bakhjarl flokksins eða hann sjálfur hefði greitt fyrir framkvæmdirnar sagði hann: „Ég hef greitt fyrir framkvæmdirnar.“ Hvorki forsætisráðuneytið né Íhaldsflokkurinn hafa neitað því að flokkurinn hafi upprunalega greitt fyrir framkvæmdirnar úr kosningasjóðum flokksins. Bretland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem bendi til þess að mögulega hafi slíkt brot verið framið. Öll spjót hafa beinst að forsætisráðherranum undanfarna daga eftir að hann var fyrst sakaður um að hafa notað kosningasjóði Íhaldsflokksins til framkvæmda í íbúð forsætisráðherra, sem er staðsett í Downing-stræti 11, yfir skrifstofum ráðuneytisins. Johnson sjálfur segist hafa notað eigin fé til framkvæmdanna, til viðbótar við þau þrjátíu þúsund pund sem hann átti rétt á úr ríkissjóði. Samkvæmt grein Sky News láku tölvupóstar sem sýna að auðugur bakhjarl Íhaldsflokksins bauð því að gefa flokknum 58 þúsund pund í fyrra. Samkvæmt póstunum var það vegna kostnaðar flokksins við eitthvað sem kallað var „Downing-strætis sjóðurinn“. Sá bakhjarl nefndi einnig fimmtán þúsund punda framlag, en það framlag er það eina sem skráð er í formleg skjöl flokksins. Johnson var undir miklum þrýstingi á þingi í dag en kom sér að mestu undan því að svara spurningum þingmanna um málið. Þegar hann var spurður að því hvort skattgreiðendur, Íhaldsflokkurinn, bakhjarl flokksins eða hann sjálfur hefði greitt fyrir framkvæmdirnar sagði hann: „Ég hef greitt fyrir framkvæmdirnar.“ Hvorki forsætisráðuneytið né Íhaldsflokkurinn hafa neitað því að flokkurinn hafi upprunalega greitt fyrir framkvæmdirnar úr kosningasjóðum flokksins.
Bretland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira