Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 23:48 Réttarteikning af Maxwell (t.h.) AP Photo/Elizabeth Williams Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52