Kremlverjar láta loka skrifstofum samtaka Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 14:04 Ljúbov Sobol, stuðningskona Navalní, mætti fyrir dóm í Mosvku í morgun. Hún er ein fjölda stjórnarandstæðinga sem yfirvöld handtóku á mótmælum til stuðnings Navalní í síðustu viku. Stjórnvöld í Kreml leyfa takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg fyrir fram. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld létu loka skrifstofu samtaka Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu á meðan beðið er úrskurðar dómstóls um hvort að samtökin verði skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í dag. Samtök Navalní berjast gegn spillingu í Rússlandi. Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40