Þúsundir mótmæltu ákvörðun um að rétta ekki yfir morðingja konu af gyðingaættum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2021 08:09 Mótmælendur kölluðu eftir réttlæti til handa Halimi. AP/Daniel Cole Þúsundir hafa mótmælt í París og víðar í Frakklandi þeirri ákvörðun dómstóls að rétta ekki yfir manni sem myrti 65 ára gamla konu. Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að um hatursglæp hefði verið að ræða en fórnarlambið var gyðingur. Hinn 32 ára Kobili Traoré var ákærður fyrir að ráðast á Lucie Attal með ofbeldi og kasta henni síðan fram af svölum íbúðar hennar í París árið 2017. Æðsti áfrýjunardómstóll Frakklands (Cour de cassation) staðfesti hins vegar á dögunum þá niðurstöðu undirdómstóla að ekki væri hægt að rétta yfir Traoré, þar sem hann hefði verið „veruleikafirrtur“ sökum fíkniefnaneyslu og ekki haft stjórn á gjörðum sínum. Fjölskylda Attal, sem var betur þekkt sem Sarah Halimi, segir ákvörðunina „óréttláta“ og hefur systir hennar tilkynnt að hún hyggist freista þess að sækja málið fyrir dómstól í Ísrael, þar sem hún býr. Efnt var til mótmæla vegna málsins víðsvegar í Frakklandi í gær en einnig í Róm, Tel Aviv, Lundúnum, Los Angeles, Miami og New York. Frank Tapiro, sem skipulagði mótmælin í París, sagði mótmælendur kalla eftir réttlæti. „Við viljum réttarhöld, óháð niðurstöðunni. [Traoré] kaus að reykja kannabis. Sérfræðingar hafa skilað sínum skýrslum en dómstólar þurfa ekki að samþykkja þær. Þetta vandamál snertir alla Frakka, ekki bara gyðinga.“ Mótmælt var í París og víða um heim.AP/Michel Euler Traoré braust inn á heimili Halimi um nótt og réðist á hana þar sem hún lá sofandi. Er hann sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ á meðan og farið með vers úr Kóraninum. Hann kastaði henni síðan fram af svölum íbúðarinnar, þar sem hún hafði búið í 30 ár. Nágrannar Halimi sögðu Traoré hafa kallað að hann hefði drepið djöfulinn, þar sem hann stóð á svölunum. Hann viðurkenndi seinna að hann hefði vitað að Halimi var gyðingur en neitaði því að um hatursglæp hefði verið að ræða. Dómsmálaráðherrann Éric Dupond-Moretti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greindi frá því að frumvarp yrði lagt fyrir þingið í maí en samkvæmt því yrði dómstólum gert kleift að taka það til greina ef sakborningur hefði viljugur neytt fíkniefna sem leiddu til þess að hann væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Guardian fjallar um málið. Frakkland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Hinn 32 ára Kobili Traoré var ákærður fyrir að ráðast á Lucie Attal með ofbeldi og kasta henni síðan fram af svölum íbúðar hennar í París árið 2017. Æðsti áfrýjunardómstóll Frakklands (Cour de cassation) staðfesti hins vegar á dögunum þá niðurstöðu undirdómstóla að ekki væri hægt að rétta yfir Traoré, þar sem hann hefði verið „veruleikafirrtur“ sökum fíkniefnaneyslu og ekki haft stjórn á gjörðum sínum. Fjölskylda Attal, sem var betur þekkt sem Sarah Halimi, segir ákvörðunina „óréttláta“ og hefur systir hennar tilkynnt að hún hyggist freista þess að sækja málið fyrir dómstól í Ísrael, þar sem hún býr. Efnt var til mótmæla vegna málsins víðsvegar í Frakklandi í gær en einnig í Róm, Tel Aviv, Lundúnum, Los Angeles, Miami og New York. Frank Tapiro, sem skipulagði mótmælin í París, sagði mótmælendur kalla eftir réttlæti. „Við viljum réttarhöld, óháð niðurstöðunni. [Traoré] kaus að reykja kannabis. Sérfræðingar hafa skilað sínum skýrslum en dómstólar þurfa ekki að samþykkja þær. Þetta vandamál snertir alla Frakka, ekki bara gyðinga.“ Mótmælt var í París og víða um heim.AP/Michel Euler Traoré braust inn á heimili Halimi um nótt og réðist á hana þar sem hún lá sofandi. Er hann sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ á meðan og farið með vers úr Kóraninum. Hann kastaði henni síðan fram af svölum íbúðarinnar, þar sem hún hafði búið í 30 ár. Nágrannar Halimi sögðu Traoré hafa kallað að hann hefði drepið djöfulinn, þar sem hann stóð á svölunum. Hann viðurkenndi seinna að hann hefði vitað að Halimi var gyðingur en neitaði því að um hatursglæp hefði verið að ræða. Dómsmálaráðherrann Éric Dupond-Moretti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greindi frá því að frumvarp yrði lagt fyrir þingið í maí en samkvæmt því yrði dómstólum gert kleift að taka það til greina ef sakborningur hefði viljugur neytt fíkniefna sem leiddu til þess að hann væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Guardian fjallar um málið.
Frakkland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira