Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:30 Sigurlaug og Þorlákur hafa það gott í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg. Þorlákur Máni greindist með kórónuveiruna á sex ára afmælisdaginn en hefur ekki fengið nein einkenni. Þá virðist mamma hans ekki hafa smitast af honum. „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira