Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 18:19 Um níutíu börn eru á leikskólanum Jörfa. Tuttugu og tvö eru smituð. Vísir/Vilhelm Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. „Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25
„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13