Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila Helga Vala Helgadóttir skrifar 24. apríl 2021 12:01 Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Hjúkrunarheimili Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar