Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 07:43 Rússneskir lögreglumenn leiða burt tvo stuðningsmenn Navanlí sem mótmæltu í Sankti Pétursborg á miðvikudag. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi verið handtekin á mótmælum víða um landið en stjórnvöld lýstu þau ólögleg. Vísir/EPA Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. Navalní var hnepptur í fangelsi í febrúar en hann hóf hungurverkfall fyrir um þremur vikum til þess að krefjast viðunandi læknismeðferðar vegna mikilla bakverkja og doða í fótleggjum. Læknar hans vísa til niðurstaðna úr skoðun á Navalní sem var gerð á þriðjudag sem þeir fengu að sjá. „Ef hungurverkfallið heldu áfram í jafnvel aðeins smá stund í viðbót höfum við einfaldlega engan til að annast um bráðum, því miður,“ segja læknarnir fimm, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Læknarnir hafa ekki fengið að hitta Navalní til þessa. Fangelsisyfirvöld hafa ekki brugðist við áliti þeirra til þessa. Þegar Navalní var fluttur á sjúkrahús í vikunni lýstu þau heilsu Navalní sem „viðunandi“. Þúsundir kröfðust þess að Navalní yrði látinn laus á mótmælum sem stuðningsmenn hans skipulögðu víðsvegar um Rússland á miðvikudag. Rússneska lögreglan handtók fleiri en þúsund þeirra en stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg áður en þau fóru fram. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í febrúar vegna þess að rússneskur dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn vegna fjársvikadóms sem hann hlaut árið 2014. Þann dóm hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kallað gerræðislegan og óréttlátan. Rússneski dómstóllinn taldi að Navalní hefði brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái á þýsku sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Sama taugaeitur var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Talið er að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi staðið að verki og álykta vestrænar leyniþjónustustofnanir að það hafi þeir gert að undirlagi Pútín sjálfs. Skrípal og dóttir hans lifðu tilræðið af en ensk kona lést síðar eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Navalní var hnepptur í fangelsi í febrúar en hann hóf hungurverkfall fyrir um þremur vikum til þess að krefjast viðunandi læknismeðferðar vegna mikilla bakverkja og doða í fótleggjum. Læknar hans vísa til niðurstaðna úr skoðun á Navalní sem var gerð á þriðjudag sem þeir fengu að sjá. „Ef hungurverkfallið heldu áfram í jafnvel aðeins smá stund í viðbót höfum við einfaldlega engan til að annast um bráðum, því miður,“ segja læknarnir fimm, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Læknarnir hafa ekki fengið að hitta Navalní til þessa. Fangelsisyfirvöld hafa ekki brugðist við áliti þeirra til þessa. Þegar Navalní var fluttur á sjúkrahús í vikunni lýstu þau heilsu Navalní sem „viðunandi“. Þúsundir kröfðust þess að Navalní yrði látinn laus á mótmælum sem stuðningsmenn hans skipulögðu víðsvegar um Rússland á miðvikudag. Rússneska lögreglan handtók fleiri en þúsund þeirra en stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg áður en þau fóru fram. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í febrúar vegna þess að rússneskur dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn vegna fjársvikadóms sem hann hlaut árið 2014. Þann dóm hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kallað gerræðislegan og óréttlátan. Rússneski dómstóllinn taldi að Navalní hefði brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái á þýsku sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Sama taugaeitur var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Talið er að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi staðið að verki og álykta vestrænar leyniþjónustustofnanir að það hafi þeir gert að undirlagi Pútín sjálfs. Skrípal og dóttir hans lifðu tilræðið af en ensk kona lést síðar eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40
Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21