Ekkert nýtt undir sólinni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2021 17:00 Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun