Ekkert nýtt undir sólinni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2021 17:00 Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun