Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 09:21 Mótmæli til stuðnings Navalní hafa verið boðuð í meira en hundrað borgum og bæjum í Rússlandi í dag, þar á meðal nærri sýningarsal í Moskvu þar sem Pútín flytur stefnuræðu sína. Vísir/AP Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33
Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59