„Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. apríl 2021 13:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum. Nú þegar hefur verið gripið til bráðabirgðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt fjármagn til uppbyggingar á svæðinu. Í hópnum eru fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, lögreglu og Áfangastaðarstofu Reykjaness. „Málið er brýnt það reynir á samstarf margra ólíkra aðila. Það reynir þarna á stýringu ferðamanna til skemmri og lengri tíma. Uppbyggingu, að öryggi sé tryggt og náttúruvernd. Þá liggur ábyrgðin á ýmsum stöðum,“ segir Þórdís. Hún segir ekki ljóst hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið. „Það liggur alls ekki fyrir á þessari stundu. Við höfum sett 10 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. En hvað fer í verkefnið í framhaldinu fer algjörlega eftir því hvers konar uppbygging mun fara þarna fram,“ segir Kolbrún. Aðspurð um hvað hún telji að gjaldtaka verði tekin upp á svæðinu svara Kolbrún. „Mér sýnist mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu. Það er allt annað að þarna verði greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem verður veitt á svæðinu eins og bílastæði og salernisaðstöðu,“ segir Kolbrún. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Vísir/Sigurjón Markaðsstofa Reykjaness hefur metið umfjöllun erlendra miðla um eldgosið og áætlar að virði hennar sé 6,6 milljarða króna þ.e. ef slík umfjöllun væri keypt. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri fer fyrir hópnum sem á að skila fyrstu tillögum eigi síðar en 30. apríl. „Þessi áfangastaður verður mjög vinsæll og hvetur til Íslandsferða. Við sjáum nú þegar hversu stór hluti Íslendinga hefur nú þegar séð eldgosið og búast má við sambærilegum áhuga þegar ferðamenn byrja að koma hingað á ný í einhverjum mæli,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að hópnum sé ætlað að samræma aðgerðir þeirra sem koma að uppbyggingu, upplýsingamiðlun og rekstri á svæðinu. „Þetta er land í einkaeign, þannig að eigendur svæðisins hafa mikið um það að segja hvernig framtíðarskipulag verður þarna. En það er líka samfélagið þarna og við sem ferðamannaland sem þurfum að ákveða hvernig við gerum þetta með sem bestum hætti,“ segir Skarphéðinn að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum. Nú þegar hefur verið gripið til bráðabirgðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt fjármagn til uppbyggingar á svæðinu. Í hópnum eru fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, lögreglu og Áfangastaðarstofu Reykjaness. „Málið er brýnt það reynir á samstarf margra ólíkra aðila. Það reynir þarna á stýringu ferðamanna til skemmri og lengri tíma. Uppbyggingu, að öryggi sé tryggt og náttúruvernd. Þá liggur ábyrgðin á ýmsum stöðum,“ segir Þórdís. Hún segir ekki ljóst hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið. „Það liggur alls ekki fyrir á þessari stundu. Við höfum sett 10 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. En hvað fer í verkefnið í framhaldinu fer algjörlega eftir því hvers konar uppbygging mun fara þarna fram,“ segir Kolbrún. Aðspurð um hvað hún telji að gjaldtaka verði tekin upp á svæðinu svara Kolbrún. „Mér sýnist mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu. Það er allt annað að þarna verði greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem verður veitt á svæðinu eins og bílastæði og salernisaðstöðu,“ segir Kolbrún. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Vísir/Sigurjón Markaðsstofa Reykjaness hefur metið umfjöllun erlendra miðla um eldgosið og áætlar að virði hennar sé 6,6 milljarða króna þ.e. ef slík umfjöllun væri keypt. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri fer fyrir hópnum sem á að skila fyrstu tillögum eigi síðar en 30. apríl. „Þessi áfangastaður verður mjög vinsæll og hvetur til Íslandsferða. Við sjáum nú þegar hversu stór hluti Íslendinga hefur nú þegar séð eldgosið og búast má við sambærilegum áhuga þegar ferðamenn byrja að koma hingað á ný í einhverjum mæli,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að hópnum sé ætlað að samræma aðgerðir þeirra sem koma að uppbyggingu, upplýsingamiðlun og rekstri á svæðinu. „Þetta er land í einkaeign, þannig að eigendur svæðisins hafa mikið um það að segja hvernig framtíðarskipulag verður þarna. En það er líka samfélagið þarna og við sem ferðamannaland sem þurfum að ákveða hvernig við gerum þetta með sem bestum hætti,“ segir Skarphéðinn að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47
Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent