Heilsa hans hefur farið versnandi frá því að hungurverkfallið hófst og segir í frétt Reuters að sjón hans hafi hrakað og líkur á nýrnabilun fari vaxandi. Læknasamtök, sem hafa verið skilgreind sem stjórnarandstæðingar í Rússlandi, hafa fullyrt að ástand hans sé lífshættulegt.
Á Instagram-síðu Navalní kom nýverið fram að starfsmenn fangelsisins stefndu á að þvinga mat ofan í hann. Það vill hann ekki og segist hann sannfærður um að hann megi ekki fá heimsókn frá lækni af ótta við að veikindi hans verði rakin til nýrrar eitrunar.
Um áttatíu rithöfundar, leikarar, sagnfræðingar, blaðamenn og leikstjórar hafa skrifað opið bréf til Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og biðlað til hans að tryggja að Navalní fái þá nauðsynlegu læknisaðstoð sem hann þarf. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling og Salman Rushdie.