Stefna ójafnaðar Oddný G. Harðardóttir skrifar 16. apríl 2021 11:31 Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Ef spár ganga eftir verða um tíu þúsund manns án atvinnu hér á landi eftir fimm ár. Í stað þess að útfæra frekari aðgerðir til að fleyta fólki, fyrirtækjum og hagkerfinu í heild í gegnum efnahagsvandann leggur ríkisstjórnin ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum. Auk þessarar fjármálareglu sem ríkisstjórnin hefur sett sér sjálf eiga fjármálareglur laga um opinber fjármál að taka gildi árið 2026. Öll önnur ríki sem við viljum bera okkur saman við hafa vikið fjármálareglum til hliðar nú á óvissutímum og hafa ekki sett sér nýjar líkt og ríkisstjórnin íslenska hefur gert í miðri efnahagslægðinni. Varnaðarorð Fjármálaráðs Fjármálaráð, sem hefur það lögbundna hlutverk að skrifa álitsgerð um fjármálaáætlanir sem ríkisstjórnir leggja fram, hefur uppi varnaðarorð um þetta í álitsgerð sinni um fjármálaáætlunina fyrir árin 2022-2026. Ráðið bendir réttilega á að bæði afkomureglan og skuldalækkunarreglan í lögum um opinber fjármál, geti orðið stór biti að kyngja eftir viðlíka efnahagshremmingar og nú er tekist á við. Skuldalækkunin verði mest íþyngjandi á fyrsta ári skuldalækkunarinnar á sama tíma og enn gæti áhrifa faraldursins í efnahagslífinu. Og þrátt fyrir stöðvun vaxtar skuldahlutfallsins árið 2025 verði afkoman engu að síður neikvæð um 1,5% af vergri landsframleiðslu það ár og einnig árið 2026. Þannig sé fyrirséð að afkomureglan í lögunum verði íþyngjandi við gildistöku hennar á nýjan leik. Niðurskurður og skattahækkanir Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að niðurskurður og skattahækkanir hefjist árið 2023, þegar spáð er 6 - 7% atvinnuleysi. Ábyrga leiðin, leiðin sem við í Samfylkingunni viljum fara, snýst um að beita ekki of hörðum aðgerðum of snemma. Við viljum veita svigrúm og skapa frið um hvernig eigi að skipta tekjum og afla þeirra. Dreifa byrðunum sem koma mjög ójafnt niður og allir sjá hverjir bera, þó stjórnarflokkarnir vilji loka augunum fyrir því. Fjármálaráð bendir á að fyrir COVID hafi fjármálaáætlanir sýnt svigrúm til nýrra verkefna upp á um 2% af landsframleiðslu á ári. Nú boðar ríkisstjórnin aðgerðir frá árinu 2023 sem ná yfir allt þetta svigrúm. Og þegar fjármálareglurnar koma líka til framkvæmda árið 2026 kalla þær á enn frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum. Mikilvægir innviðir munu líða fyrir slíka hagstjórn í langan tíma með tilheyrandi kostnaði. Innviðaskuldir munu hlaðast upp ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, hvort sem er i vega- og flutningskerfum eða í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Við í Samfylkingunni munum leggja til að gerðar verði breytingar á fjármálaáætluninni til að forða þeim skaða sem stefna ríkisstjórnarinnar ber með sér, nái hún fram að ganga. Að tekið verði tillit til umsvifa í hagkerfinu þegar ákvörðun um skuldaviðmið verður tekin. Ekki verði einungis miðað við ákveðið ártal í þeim efnum, líkt og ríkisstjórnin leggur til í skammsýni sinni. Hitt er ljóst að með fjármálaáætluninni til næstu fimm ára hefur ríkisstjórnin markað sér stefnu fyrir næsta kjörtímabil haldi hún velli að loknum kosningum í september. Stjórnarflokkarnir munu að óbreyttu samþykkja stefnu niðurskurðar og ójafnaðar fyrir þinglok í vor. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Ef spár ganga eftir verða um tíu þúsund manns án atvinnu hér á landi eftir fimm ár. Í stað þess að útfæra frekari aðgerðir til að fleyta fólki, fyrirtækjum og hagkerfinu í heild í gegnum efnahagsvandann leggur ríkisstjórnin ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum. Auk þessarar fjármálareglu sem ríkisstjórnin hefur sett sér sjálf eiga fjármálareglur laga um opinber fjármál að taka gildi árið 2026. Öll önnur ríki sem við viljum bera okkur saman við hafa vikið fjármálareglum til hliðar nú á óvissutímum og hafa ekki sett sér nýjar líkt og ríkisstjórnin íslenska hefur gert í miðri efnahagslægðinni. Varnaðarorð Fjármálaráðs Fjármálaráð, sem hefur það lögbundna hlutverk að skrifa álitsgerð um fjármálaáætlanir sem ríkisstjórnir leggja fram, hefur uppi varnaðarorð um þetta í álitsgerð sinni um fjármálaáætlunina fyrir árin 2022-2026. Ráðið bendir réttilega á að bæði afkomureglan og skuldalækkunarreglan í lögum um opinber fjármál, geti orðið stór biti að kyngja eftir viðlíka efnahagshremmingar og nú er tekist á við. Skuldalækkunin verði mest íþyngjandi á fyrsta ári skuldalækkunarinnar á sama tíma og enn gæti áhrifa faraldursins í efnahagslífinu. Og þrátt fyrir stöðvun vaxtar skuldahlutfallsins árið 2025 verði afkoman engu að síður neikvæð um 1,5% af vergri landsframleiðslu það ár og einnig árið 2026. Þannig sé fyrirséð að afkomureglan í lögunum verði íþyngjandi við gildistöku hennar á nýjan leik. Niðurskurður og skattahækkanir Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að niðurskurður og skattahækkanir hefjist árið 2023, þegar spáð er 6 - 7% atvinnuleysi. Ábyrga leiðin, leiðin sem við í Samfylkingunni viljum fara, snýst um að beita ekki of hörðum aðgerðum of snemma. Við viljum veita svigrúm og skapa frið um hvernig eigi að skipta tekjum og afla þeirra. Dreifa byrðunum sem koma mjög ójafnt niður og allir sjá hverjir bera, þó stjórnarflokkarnir vilji loka augunum fyrir því. Fjármálaráð bendir á að fyrir COVID hafi fjármálaáætlanir sýnt svigrúm til nýrra verkefna upp á um 2% af landsframleiðslu á ári. Nú boðar ríkisstjórnin aðgerðir frá árinu 2023 sem ná yfir allt þetta svigrúm. Og þegar fjármálareglurnar koma líka til framkvæmda árið 2026 kalla þær á enn frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum. Mikilvægir innviðir munu líða fyrir slíka hagstjórn í langan tíma með tilheyrandi kostnaði. Innviðaskuldir munu hlaðast upp ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, hvort sem er i vega- og flutningskerfum eða í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Við í Samfylkingunni munum leggja til að gerðar verði breytingar á fjármálaáætluninni til að forða þeim skaða sem stefna ríkisstjórnarinnar ber með sér, nái hún fram að ganga. Að tekið verði tillit til umsvifa í hagkerfinu þegar ákvörðun um skuldaviðmið verður tekin. Ekki verði einungis miðað við ákveðið ártal í þeim efnum, líkt og ríkisstjórnin leggur til í skammsýni sinni. Hitt er ljóst að með fjármálaáætluninni til næstu fimm ára hefur ríkisstjórnin markað sér stefnu fyrir næsta kjörtímabil haldi hún velli að loknum kosningum í september. Stjórnarflokkarnir munu að óbreyttu samþykkja stefnu niðurskurðar og ójafnaðar fyrir þinglok í vor. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun