Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:48 Fyrir 111 árum, þann 25. október 1914, komu konur í Reykjavík saman og stofnuðu verkakvennafélagið Framsókn. Hugmyndin um sérstakt stéttarfélag fyrir konur spratt úr kvenréttindahreyfingunni, sem lagði áherslu á að fjárhagslegt sjálfstæði og mannsæmandi vinnuaðstæður væru forsenda borgaralegra réttinda kvenna og jafnréttis kynjanna. Baráttan fyrir kjarajafnrétti og öryggi á vinnustað hefur því frá upphafi verið samfléttuð baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Það var krafan um jöfn laun sem fékk konur á Íslandi til að ganga út af vinnustöðum og heimilum á kvennafrídegi 1975. Og það er krafan um jöfn laun og frelsi frá ofbeldi, hvort sem er á vinnustað eða utan, sem hefur verið drifkraftur kvennaverkfalla á Íslandi síðan þá. Ofbeldi og áreitni er landlægt í samfélaginu Við höfum náð langt síðustu áratugina við að tryggja sjálfsögð mannréttindi og kjör kvenna, en við eigum þó enn töluvert í land til að ná fullu jafnrétti kynjanna. Ein stærsta meinsemdin í samfélaginu er ofbeldi gegn konum, ofbeldi sem á sér stað ekki aðeins innan veggja heimilanna eða í myrkum skuggasundum, heldur einnig á björtum vinnustöðum. Einelti og áreitni er landlægt á íslenskum vinnumarkaði. #MeToo-byltingin árið 2018 afhjúpaði skelfilegar frásagnir af ofbeldi og áreitni sem konur hafa orðið fyrir í vinnunni, frásagnir sem því miður eru ekki einsdæmi. Í rannsókn sem Félagsmálaráðuneytið lét gera á umfangi eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnumarkaði árið 2020 kom fram að rúmlega 20% launafólks hefur á starfsferli sínum orðið fyrir einelti á vinnustað, 16% hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á vinnustað er hærra, en í rannsókninni Áfallasögu kvenna við Háskóla Íslands kemur fram að 32% kvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Ísland uppfyllir ekki alþjóðlegar skuldbindingar um að uppræta ofbeldi Árið 2019 samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkt sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnustað – Samþykkt ILO nr. 190, aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Samþykktin skuldbindur aðildarríki til að grípa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og kallar á virkar aðgerðir atvinnurekenda og stjórnvalda til að koma í veg fyrir og bregðast við slíkum brotum. Ekki er enn búið að fullgilda þennan sáttmála hér á Íslandi. Erum við þar eftirbátar norrænu frændþjóða, en Noregur fullgilti sáttmálann árið 2023 og Danmörk og Finnland árið 2024. Minnumst baráttu formæðra okkar Í ár minnumst við þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall og sameinuðust í kröfu um jöfn kjör á vinnumarkaði. Við minnumst einnig þess að 140 ár eru liðin frá upphafi skipulagðrar kvenréttindabaráttu á Íslandi, þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti grein í tímaritinu Fjallkonunni og tók þannig til máls um kvenréttindi og stöðu kvenna, fyrst kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu Bríetar og allra þeirra kvenna, karla og kvára sem hafa fylgt í hennar spor, höfum við ekki enn náð að tryggja fullt jafnrétti kynjanna, hvorki á vinnumarkaði né í samfélaginu í heild. Skref í rétta átt væri að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 og tryggja þannig að atvinnurekendur og stjórnvöld beri ábyrgð á að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og styðja þolendur. Viska hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fyrir 111 árum, þann 25. október 1914, komu konur í Reykjavík saman og stofnuðu verkakvennafélagið Framsókn. Hugmyndin um sérstakt stéttarfélag fyrir konur spratt úr kvenréttindahreyfingunni, sem lagði áherslu á að fjárhagslegt sjálfstæði og mannsæmandi vinnuaðstæður væru forsenda borgaralegra réttinda kvenna og jafnréttis kynjanna. Baráttan fyrir kjarajafnrétti og öryggi á vinnustað hefur því frá upphafi verið samfléttuð baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Það var krafan um jöfn laun sem fékk konur á Íslandi til að ganga út af vinnustöðum og heimilum á kvennafrídegi 1975. Og það er krafan um jöfn laun og frelsi frá ofbeldi, hvort sem er á vinnustað eða utan, sem hefur verið drifkraftur kvennaverkfalla á Íslandi síðan þá. Ofbeldi og áreitni er landlægt í samfélaginu Við höfum náð langt síðustu áratugina við að tryggja sjálfsögð mannréttindi og kjör kvenna, en við eigum þó enn töluvert í land til að ná fullu jafnrétti kynjanna. Ein stærsta meinsemdin í samfélaginu er ofbeldi gegn konum, ofbeldi sem á sér stað ekki aðeins innan veggja heimilanna eða í myrkum skuggasundum, heldur einnig á björtum vinnustöðum. Einelti og áreitni er landlægt á íslenskum vinnumarkaði. #MeToo-byltingin árið 2018 afhjúpaði skelfilegar frásagnir af ofbeldi og áreitni sem konur hafa orðið fyrir í vinnunni, frásagnir sem því miður eru ekki einsdæmi. Í rannsókn sem Félagsmálaráðuneytið lét gera á umfangi eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnumarkaði árið 2020 kom fram að rúmlega 20% launafólks hefur á starfsferli sínum orðið fyrir einelti á vinnustað, 16% hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á vinnustað er hærra, en í rannsókninni Áfallasögu kvenna við Háskóla Íslands kemur fram að 32% kvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Ísland uppfyllir ekki alþjóðlegar skuldbindingar um að uppræta ofbeldi Árið 2019 samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkt sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnustað – Samþykkt ILO nr. 190, aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Samþykktin skuldbindur aðildarríki til að grípa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og kallar á virkar aðgerðir atvinnurekenda og stjórnvalda til að koma í veg fyrir og bregðast við slíkum brotum. Ekki er enn búið að fullgilda þennan sáttmála hér á Íslandi. Erum við þar eftirbátar norrænu frændþjóða, en Noregur fullgilti sáttmálann árið 2023 og Danmörk og Finnland árið 2024. Minnumst baráttu formæðra okkar Í ár minnumst við þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall og sameinuðust í kröfu um jöfn kjör á vinnumarkaði. Við minnumst einnig þess að 140 ár eru liðin frá upphafi skipulagðrar kvenréttindabaráttu á Íslandi, þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti grein í tímaritinu Fjallkonunni og tók þannig til máls um kvenréttindi og stöðu kvenna, fyrst kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu Bríetar og allra þeirra kvenna, karla og kvára sem hafa fylgt í hennar spor, höfum við ekki enn náð að tryggja fullt jafnrétti kynjanna, hvorki á vinnumarkaði né í samfélaginu í heild. Skref í rétta átt væri að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 og tryggja þannig að atvinnurekendur og stjórnvöld beri ábyrgð á að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og styðja þolendur. Viska hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun