Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2021 13:30 Joe Biden og Vladímír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands. Vísir/AP Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. Tilefni aðgerðanna er að refsa ráðamönnum í Rússlandi fyrir tölvuárásir í Bandaríkjunum, afskipti af kosningum þar í landi, notkun efnavopna og meintar verðlaunagreiðslur til Talibana fyrir að fella bandaríska hermenn, samkvæmt frétt Washington Post. Þeim er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að aðgerðir sem þessar verði ekki liðnar í framtíðinni. Bandaríkjamenn bendluðu einnig leyniþjónustu Rússlands við Solarwinds-tölvuárásina svokölluðu og er það í fyrsta sinn sem það er gert opinberlega. Sú árás beindist gegn minnst níu opinberum stofnunum og fjölda fyrirtækja. Umfang árásarinnar er enn ekki ljóst að fullu. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að meðal þeirra tíu erindreka sem verið sé að vísa úr landi séu útsendarar leyniþjónusta Rússlands. Þetta er í annað sinn sem ríkisstjórn Bidens beitir Rússa refsiaðgerðum en það var síðast gert í síðasta mánuði gegn embættismönnum í innsta hrings Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, vegna taugaeitursárásarinnar á Alexei Navalní, andstæðing Pútíns. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33 Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Tilefni aðgerðanna er að refsa ráðamönnum í Rússlandi fyrir tölvuárásir í Bandaríkjunum, afskipti af kosningum þar í landi, notkun efnavopna og meintar verðlaunagreiðslur til Talibana fyrir að fella bandaríska hermenn, samkvæmt frétt Washington Post. Þeim er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að aðgerðir sem þessar verði ekki liðnar í framtíðinni. Bandaríkjamenn bendluðu einnig leyniþjónustu Rússlands við Solarwinds-tölvuárásina svokölluðu og er það í fyrsta sinn sem það er gert opinberlega. Sú árás beindist gegn minnst níu opinberum stofnunum og fjölda fyrirtækja. Umfang árásarinnar er enn ekki ljóst að fullu. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að meðal þeirra tíu erindreka sem verið sé að vísa úr landi séu útsendarar leyniþjónusta Rússlands. Þetta er í annað sinn sem ríkisstjórn Bidens beitir Rússa refsiaðgerðum en það var síðast gert í síðasta mánuði gegn embættismönnum í innsta hrings Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, vegna taugaeitursárásarinnar á Alexei Navalní, andstæðing Pútíns.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33 Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33
Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02
Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08
Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43
Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38