Það sem ég vissi ekki að ég vissi Sigurður Páll Jónsson skrifar 13. apríl 2021 15:30 Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna á fyrsta þingdegi eftir páska. Frumvarpið er skilgetið afkvæmi Pírataflokksins, en þeirra helsta hugðarefni er að lögleiða vörslu og neyslu eiturlyfja í litlum skömmtum og beita þeim rökum að með því sé verið að hjálpa vímuefnasjúklingum. Staðreyndin er sú að sjúklingum er ekki refsað og nánast óþekkt með öllu að einhver sé dæmdur fyrir vörslu smáskammta. Enginn ætti þó að vera á sakaskrá fyrir bernskubrek eða fyrir að hafa misstigið sig. Það sem ég veit Umræða um fíkniefnamál er oft tilfinningaþrungin og rökum ekki tekið. Umburðarlyndi fyrir því sem aðrir segja er ekkert og rök þeirra sem starfa við meðferðar- og forvarnarstarf skipta engu máli. Aukið aðgengi eykur neyslu, það er staðreynd, á það við um öll efni sem valda fíkn. Viðhorf til fíkniefna skipta hér höfuðmáli en þau hafa breyst undanfarin ár og áratugi og er staðan sú að mörg eiturlyf eru böðuð dýrðarljóma. Það sem ég veit að ég veit ekki Lausn á fíkniefnavandanum er sennilega afar flókin. Vandinn er margþættur og kemur inn á mörg svið. Við getum tekið upp aðferðir sem notaðar hafa verið í öðrum löndum um það deilir enginn. Gerum við það verðum við að vera viss um að við séum að takast á við sams konar vanda. Aðferð sem notuð er í heróínborginni Osló virkar ekki endilega hér. Draumsýn Pírata um að Þingholtin verði Amsterdam Norðurlanda verður að skoðast í því ljósi að í Amsterdam var stjórnlaus neysla sem ekkert var við ráðið. Af þeim sökum þurftu yfirvöld þar að grípa til örþrifaráða. Vonandi ber okkur gæfu til þess að fara aðrar leiðir. Það sem ég vissi ekki að ég veit Íslendingar eru ekki að hefja baráttuna við vímuefni. Notkunin og úrvalið hefur aukist og því miður aðgengi. Afleiðingarnar eru þær að fjöldinn allur líður miklar þjáningar, neytendur og aðstandendur þeirra. Vandinn er oft falinn. Enn er það svo að neysla eiturlyfja er ekki viðurkennd. Hefur það ekkert með sjúklinga að gera heldur verður að koma í veg fyrir að skilgreiningar neysluskammta verði ekki mistúlkaðar. Á ráðherra hverju sinni að skilgreina neysluskammt með reglugerð? Hvað er neysluskammtur? Skammtur eins í tíu daga getur verið söluvara, en framboð söluvöru eykur neyslu. Skammtastærð eins getur verið banvæn öðrum. Það sem ég vissi ekki að ég vissi ekki Í umræðunni í þinginu voru menn sakaðir um að misskilja hugtök, hafa annarlegar hvatir og jafnvel að vilja veiku fólki illt. Einn þingmaður stökk upp á nef sér þegar eiturlyfið LSD var kallað fíkniefni. Sinn er hver þvergirðingshátturinn. Þegar við teljum okkur vera að feta í fótspor annarra þjóða verður okkur að bera gæfu til að feta öll sporin. Frumvarpið sem lagt var fram tekur á engan hátt á heildarvandanum en vandinn kallar á margþættar aðgerðir. Ein aðgerð getur kallað fram meiri vanda en við höfum. Viljum við taka slíka áhættu? Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Heilbrigðismál Fíkn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna á fyrsta þingdegi eftir páska. Frumvarpið er skilgetið afkvæmi Pírataflokksins, en þeirra helsta hugðarefni er að lögleiða vörslu og neyslu eiturlyfja í litlum skömmtum og beita þeim rökum að með því sé verið að hjálpa vímuefnasjúklingum. Staðreyndin er sú að sjúklingum er ekki refsað og nánast óþekkt með öllu að einhver sé dæmdur fyrir vörslu smáskammta. Enginn ætti þó að vera á sakaskrá fyrir bernskubrek eða fyrir að hafa misstigið sig. Það sem ég veit Umræða um fíkniefnamál er oft tilfinningaþrungin og rökum ekki tekið. Umburðarlyndi fyrir því sem aðrir segja er ekkert og rök þeirra sem starfa við meðferðar- og forvarnarstarf skipta engu máli. Aukið aðgengi eykur neyslu, það er staðreynd, á það við um öll efni sem valda fíkn. Viðhorf til fíkniefna skipta hér höfuðmáli en þau hafa breyst undanfarin ár og áratugi og er staðan sú að mörg eiturlyf eru böðuð dýrðarljóma. Það sem ég veit að ég veit ekki Lausn á fíkniefnavandanum er sennilega afar flókin. Vandinn er margþættur og kemur inn á mörg svið. Við getum tekið upp aðferðir sem notaðar hafa verið í öðrum löndum um það deilir enginn. Gerum við það verðum við að vera viss um að við séum að takast á við sams konar vanda. Aðferð sem notuð er í heróínborginni Osló virkar ekki endilega hér. Draumsýn Pírata um að Þingholtin verði Amsterdam Norðurlanda verður að skoðast í því ljósi að í Amsterdam var stjórnlaus neysla sem ekkert var við ráðið. Af þeim sökum þurftu yfirvöld þar að grípa til örþrifaráða. Vonandi ber okkur gæfu til þess að fara aðrar leiðir. Það sem ég vissi ekki að ég veit Íslendingar eru ekki að hefja baráttuna við vímuefni. Notkunin og úrvalið hefur aukist og því miður aðgengi. Afleiðingarnar eru þær að fjöldinn allur líður miklar þjáningar, neytendur og aðstandendur þeirra. Vandinn er oft falinn. Enn er það svo að neysla eiturlyfja er ekki viðurkennd. Hefur það ekkert með sjúklinga að gera heldur verður að koma í veg fyrir að skilgreiningar neysluskammta verði ekki mistúlkaðar. Á ráðherra hverju sinni að skilgreina neysluskammt með reglugerð? Hvað er neysluskammtur? Skammtur eins í tíu daga getur verið söluvara, en framboð söluvöru eykur neyslu. Skammtastærð eins getur verið banvæn öðrum. Það sem ég vissi ekki að ég vissi ekki Í umræðunni í þinginu voru menn sakaðir um að misskilja hugtök, hafa annarlegar hvatir og jafnvel að vilja veiku fólki illt. Einn þingmaður stökk upp á nef sér þegar eiturlyfið LSD var kallað fíkniefni. Sinn er hver þvergirðingshátturinn. Þegar við teljum okkur vera að feta í fótspor annarra þjóða verður okkur að bera gæfu til að feta öll sporin. Frumvarpið sem lagt var fram tekur á engan hátt á heildarvandanum en vandinn kallar á margþættar aðgerðir. Ein aðgerð getur kallað fram meiri vanda en við höfum. Viljum við taka slíka áhættu? Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun