Samfylkingin endurskrifar söguna Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 16:30 Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun