Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 23:42 Réttarhöldin yfir Derek Chauvin hafa vakið upp mikil mótmæli að nýju. EPA-EFE/CRAIG LASSIG Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. Réttarhöld yfir Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem sakaður er um að hafa orðið Floyd að bana, setanda nú yfir. Chauvin er sagður hafa valdið dauða Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur við handtöku í maí í fyrra. Seth Bravinder, bráðaliði, sagði að hann hafi beðið Chauvin að hætta að krjúpa á hálsi Floyd svo að hann gæti veitt honum skyndihjálp. Hann sagði að í fyrstu hafi útkallið sem barst ekki verið flokkað þannig að líf væri í hættu en það breyttist fljótt. Hann sagði að í fyrstu hafi hann haldið að lögreglumenn á vettvangi og Floyd tækjust á en þegar þeir hafi mætt á vettvang hafi fljótt komið í ljós að Floyd væri ekki með lífsmarki. „Ég reyndi að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu“ Í myndbandsupptökum sem teknar voru á vettvangi sést Bravinder benda á Chauvin og sagði Bravinder að hann hafi þá verið að biðja Chauvin um að færa sig svo að hann „kæmist að sjúklingnum.“ Derek Smith, félagi Bravinders, staðfesti þetta og sagðist hafa athugað hvort hann gæti fundið púls hjá Floyd. „Til þess að vera alveg skýr þá hélt ég að hann væri dáinn,“ sagði Smith í dag. „Þegar ég mætti á vettvang var enginn að veita sjúklingnum læknisaðstoð,“ sagði Smith. Bráðaliðarnir lýstu því hvernig þeir færðu Floyd yfir á sjúkrabörur og inn í sjúkrabíl til þess að hefja fyrstu hjálp. Smith sagði að á einum tímapunkti hafi hann haldið að hann gæti séð rafvirkni frá hjarta Floyds og hann hafi í kjölfarið gefið honum raflost í von um að koma hjartanu aftur af stað. „Hann var manneskja og ég var að reyna að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu,“ sagði Smith. Þá lýsti Bravinder því að á leiðinni á sjúkrahúsið hafi hann stöðvað sjúkrabílinn til að hjálpa Smith eftir að hjartalínurit sýndi að engin virkni væri í hjarta Floyds. Allar frekari tilraunir til endurlífgunar mistókust. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Réttarhöld yfir Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem sakaður er um að hafa orðið Floyd að bana, setanda nú yfir. Chauvin er sagður hafa valdið dauða Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur við handtöku í maí í fyrra. Seth Bravinder, bráðaliði, sagði að hann hafi beðið Chauvin að hætta að krjúpa á hálsi Floyd svo að hann gæti veitt honum skyndihjálp. Hann sagði að í fyrstu hafi útkallið sem barst ekki verið flokkað þannig að líf væri í hættu en það breyttist fljótt. Hann sagði að í fyrstu hafi hann haldið að lögreglumenn á vettvangi og Floyd tækjust á en þegar þeir hafi mætt á vettvang hafi fljótt komið í ljós að Floyd væri ekki með lífsmarki. „Ég reyndi að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu“ Í myndbandsupptökum sem teknar voru á vettvangi sést Bravinder benda á Chauvin og sagði Bravinder að hann hafi þá verið að biðja Chauvin um að færa sig svo að hann „kæmist að sjúklingnum.“ Derek Smith, félagi Bravinders, staðfesti þetta og sagðist hafa athugað hvort hann gæti fundið púls hjá Floyd. „Til þess að vera alveg skýr þá hélt ég að hann væri dáinn,“ sagði Smith í dag. „Þegar ég mætti á vettvang var enginn að veita sjúklingnum læknisaðstoð,“ sagði Smith. Bráðaliðarnir lýstu því hvernig þeir færðu Floyd yfir á sjúkrabörur og inn í sjúkrabíl til þess að hefja fyrstu hjálp. Smith sagði að á einum tímapunkti hafi hann haldið að hann gæti séð rafvirkni frá hjarta Floyds og hann hafi í kjölfarið gefið honum raflost í von um að koma hjartanu aftur af stað. „Hann var manneskja og ég var að reyna að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu,“ sagði Smith. Þá lýsti Bravinder því að á leiðinni á sjúkrahúsið hafi hann stöðvað sjúkrabílinn til að hjálpa Smith eftir að hjartalínurit sýndi að engin virkni væri í hjarta Floyds. Allar frekari tilraunir til endurlífgunar mistókust.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23