Vill fullan þunga í viðræður um tengingu krónunnar við evru Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 20:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/Vilhelm Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögur um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið og samstarf í gjaldeyrismálum. Formaður Viðreisnar segir þjóðina eiga að fá að ákveða næstu skref í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögurnar tvær voru lagðar fram í dag. Í annarri er lagt til samstarf við Evrópusambandið í gjaldeyrismálum og gengisvörnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stöðugur gjaldmiðil, eða króna tengd við evru, muni koma Íslendingum fyrr út úr efnahagsþrengingum eftir faraldurinn. „Þess vegna leggjum við áhrerslu á að það verði farið núna strax af fullum þunga í pólitískar viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um að tengja íslensku krónuna við evru og tryggja þannig bæði heimilum og fyrirtætkjum stöðugleika til skemmri og lengri tíma,“ segir Þorgerður. Þorgerður telur umræðu um gjaldeyrismál aldrei hafa verið brýnni. „Miðað við fjármálaáæltun ríkisstjórnarinnar verðum við hér með ósjálfbæra skuldastöðu ennþá árið 2025. Við munum ekki vaxa út úr vandanum og við munum ekki geta hlaupið hraðar nema með stöðugum gjaldmiðli.“ Þingflokkur Viðreisnar leggur til að Ísland kanni möguleika á tvíhliða samningi við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Unsplash/Lena Balk Í hinni tillögunni er lagt til að viðræður við Evrópusambandið verði teknar upp að nýju. Forsætisráðherra yrði þá gert að skipa nefnd sem á að meta hvenær og hvernig eigi að hefja formlegar aðildarviðræður og undirbúa þingsályktunartillögu um það. Ákvörðun um framhald viðræðna yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem færi í síðasta lagi fram í janúar á næsta ári. „Þetta er varfærið skref en við erum að halda þessum mikilvæga möguleika upp á framtíð þjóðarinnar opnum. Það er síðan þjóðarinnar, og það ættu nú allir flokkar að geta tekið undir það að treysta henni, að ákvarða um sína framtíð sjálf.“ Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Tillögurnar tvær voru lagðar fram í dag. Í annarri er lagt til samstarf við Evrópusambandið í gjaldeyrismálum og gengisvörnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stöðugur gjaldmiðil, eða króna tengd við evru, muni koma Íslendingum fyrr út úr efnahagsþrengingum eftir faraldurinn. „Þess vegna leggjum við áhrerslu á að það verði farið núna strax af fullum þunga í pólitískar viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um að tengja íslensku krónuna við evru og tryggja þannig bæði heimilum og fyrirtætkjum stöðugleika til skemmri og lengri tíma,“ segir Þorgerður. Þorgerður telur umræðu um gjaldeyrismál aldrei hafa verið brýnni. „Miðað við fjármálaáæltun ríkisstjórnarinnar verðum við hér með ósjálfbæra skuldastöðu ennþá árið 2025. Við munum ekki vaxa út úr vandanum og við munum ekki geta hlaupið hraðar nema með stöðugum gjaldmiðli.“ Þingflokkur Viðreisnar leggur til að Ísland kanni möguleika á tvíhliða samningi við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Unsplash/Lena Balk Í hinni tillögunni er lagt til að viðræður við Evrópusambandið verði teknar upp að nýju. Forsætisráðherra yrði þá gert að skipa nefnd sem á að meta hvenær og hvernig eigi að hefja formlegar aðildarviðræður og undirbúa þingsályktunartillögu um það. Ákvörðun um framhald viðræðna yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem færi í síðasta lagi fram í janúar á næsta ári. „Þetta er varfærið skref en við erum að halda þessum mikilvæga möguleika upp á framtíð þjóðarinnar opnum. Það er síðan þjóðarinnar, og það ættu nú allir flokkar að geta tekið undir það að treysta henni, að ákvarða um sína framtíð sjálf.“
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira