„Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2021 18:57 Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl. „Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
„Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36
Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59