„Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2021 18:57 Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl. „Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
„Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36
Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59