„Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2021 18:57 Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl. „Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36
Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59