Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:58 Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. EPA/Jason Szenes Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. Í ákærunni kemur fram að stúlkan hafi á árunum 2001 til 2004 ítrekað nuddað Epstein á heimili hans í Palm Beach í Flórída þar sem hann var ávallt nakinn. Hann hafi í þessum nuddum ítrekað brotið kynferðislega á stúlkunni. Í fyrri ákærum hefur Maxwell verið sökuð um að hafa hjálpað Epstein við að komast í samband við stelpurnar, þjálfa þær og síðar hjálpað honum við að kynferðislega misnota þær. Maxwell hefur aldrei áður verið ákærð fyrir mansal (e. sex-trafficking). Í ákærunni kemur einnig fram að stúlkan hafi nuddað Epstein en að Maxwell, og aðrir sem störfuðu fyrir Epstein, hafi greitt stúlkunni hundruð Bandaríkjadala fyrir „þjónustuna“. Maxwell hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpa níu mánuði og hefur hún neitað sök í öllum ákærum. hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa tælt fjölda barnungra stúlkna – sú yngsta 14 ára – fyrir hönd Epsteins. Maxwell er einnig sögð hafa spilað stórt hlutverk í ofbeldinu sem stúlkurnar urðu fyrir. Í ákærunni sem birt var í dag er minnst á aðra fjórtán ára stúlku sem einnig varð fyrir barðinu á Maxwell. Ekki er ljóst fyrir hvers konar ofbeldi hún varð fyrir. Þá segir einnig í ákærunni að Epstein og Maxwell hafi hvatt stúlkurnar til þess að fá fleiri stelpur til þess að nudda Epstein. Þá kemur fram að fyrsta stúlkan hafi fengið fjölda kvenna og stúlkna til þess að veita Epstein „erótísk“ nudd, eins og segir í ákærunni, og hafi þær allar fengið hundruð dali borgaða fyrir hvert nudd. Epstein var sjálfur ákærður fyrir að hafa misnotað tugi kvenna og stúlkna en áður en mál hans fór fyrir dóm tók hann eigið líf í ágúst 2019. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56 Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Í ákærunni kemur fram að stúlkan hafi á árunum 2001 til 2004 ítrekað nuddað Epstein á heimili hans í Palm Beach í Flórída þar sem hann var ávallt nakinn. Hann hafi í þessum nuddum ítrekað brotið kynferðislega á stúlkunni. Í fyrri ákærum hefur Maxwell verið sökuð um að hafa hjálpað Epstein við að komast í samband við stelpurnar, þjálfa þær og síðar hjálpað honum við að kynferðislega misnota þær. Maxwell hefur aldrei áður verið ákærð fyrir mansal (e. sex-trafficking). Í ákærunni kemur einnig fram að stúlkan hafi nuddað Epstein en að Maxwell, og aðrir sem störfuðu fyrir Epstein, hafi greitt stúlkunni hundruð Bandaríkjadala fyrir „þjónustuna“. Maxwell hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpa níu mánuði og hefur hún neitað sök í öllum ákærum. hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa tælt fjölda barnungra stúlkna – sú yngsta 14 ára – fyrir hönd Epsteins. Maxwell er einnig sögð hafa spilað stórt hlutverk í ofbeldinu sem stúlkurnar urðu fyrir. Í ákærunni sem birt var í dag er minnst á aðra fjórtán ára stúlku sem einnig varð fyrir barðinu á Maxwell. Ekki er ljóst fyrir hvers konar ofbeldi hún varð fyrir. Þá segir einnig í ákærunni að Epstein og Maxwell hafi hvatt stúlkurnar til þess að fá fleiri stelpur til þess að nudda Epstein. Þá kemur fram að fyrsta stúlkan hafi fengið fjölda kvenna og stúlkna til þess að veita Epstein „erótísk“ nudd, eins og segir í ákærunni, og hafi þær allar fengið hundruð dali borgaða fyrir hvert nudd. Epstein var sjálfur ákærður fyrir að hafa misnotað tugi kvenna og stúlkna en áður en mál hans fór fyrir dóm tók hann eigið líf í ágúst 2019.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56 Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56
Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49
Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44
Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54