Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur prjóna við efni nafnlausra tilkynninga Sara Pálsdóttir skrifar 29. mars 2021 15:00 Undirrituð hefur sem lögmaður til meðferðar mál barnaverndarnefndar Reykjavíkur á hendur foreldri og barni þess. Við meðferð málsins hefur mjög margt varhugavert komið í ljós. Umfjöllun um það væri efni í heila bók. Barnaverndarnefnd krafðist vistunar barnsins utan heimilis án nokkurs tilefnis. Búið var að taka út aðstæður á heimili og þær metnar af starfsmönnum barnaverndar í öðru umdæmi í lagi og að ekkert tilefni væri til frekari aðgerða. Þrátt fyrir það úrskurðaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Í kjölfarið fór foreldrið huldu höfði með barni sínu og treysti á að dómstólar myndu í framhaldi ekki leggja blessun sína yfir þau mannréttindabrot sem í úrskurði barnaverndar fólust, en m.a. hafði barnavernd Reykjavíkur neitað að hitta barnið og ræða við það til að afla afstöðu þess til vistunarinnar. Síðar kom í ljós að ástæða þeirrar neitunar var sú að starfsmenn barnaverndar „vissu hvort eð er“ að barnið þráði ekkert heitar en að vera hjá foreldri sínu. Dómstólar brugðust hins vegar algerlega. Landsréttur staðfesti úrskurðinn með þeim rökum að foreldrið hefði ekki lagt fram haldbær gögn sem staðfestu að foreldrið væri nú í stakk búið til að taka við umsjá barnsins. Semsagt, sönnunarbyrðinni var snúið við, það var ekki barnaverndar sem tók barnið frá foreldri sínu að sanna að skilyrði laga til slíks inngrips inn í innstu kviku mannréttinda þessarar fjölskyldu væru uppfyllt, heldur var það foreldrisins að afsanna það. Þetta er alger afbökun á sönnunarreglum réttarríkisins. Áður en barnið var afhent barnaverndaryfirvöldum hafði barnavernd Reykjavíkur krafist lögregluleitar að foreldrinu og krafist þess að barnið yrði afhent með lögregluvaldi. Barnavernd Reykjavíkur krafðist þess einnig að auglýst yrði eftir foreldrinu í fjölmiðlum. Á sama tíma barst nafnlaus tilkynning til barnaverndar. Um að foreldrið væri statt í tilteknu bæjarfélagi með tilteknum einstaklingi. Efni tilkynningarinnar var rangt en til viðbótar við þetta voru að finna þar upplýsingar sem enginn hafði undir höndum nema undirrituð, skjólstæðingur minn, lögreglan og barnavernd. Þegar undirrituð sá tilkynninguna fékk undirrituð vægast sagt ónotatilfinningu, enda hafði enginn „nafnlaus tilkynnandi“ getað haft umræddar upplýsingar undir höndum. Efni tilkynningarinnar var hins vegar notað af barnavernd Reykjavíkur til að „rökstyðja“ það gagnvart lögreglu, að þeir teldu öryggi barnsins ógnað. Þegar ekkert gat verið fjarri sannleikanum og miðað við gögn málsins vissu starfsmenn barnaverndar það. Staðfest er í gögnum málsins að á sama tíma og barnavernd Reykjavíkur sigaði lögreglunni á foreldrið og barnið, var foreldrið edrú, barnið öruggt og leið vel í faðmi fjölskyldu sinnar og vildi hvergi annars staðar vera en þar. Í ljósi þessa krafðist undirrituð afléttingu nafnleyndar samkvæmt skýrri lagaheimild í barnaverndarlögum. Í synjunarbréfi barnaverndar Reykjavíkur kom í ljós, að móttakandi tilkynningarinnar (starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur) hafði prjónað við efni tilkynningarinnar án þess að aðgreina hvaða upplýsingar stöfuðu frá hinum meinta nafnlausa tilkynnanda, og hvaða upplýsingar stöfuðu frá starfsmanninum sjálfum. M.o.ö., starfsmaður barnaverndar tilkynnti sjálfur undir nafnleynd, a.m.k. að hluta til, foreldrið, til barnaverndar. Notaði síðan tilkynninguna til að siga lögreglunni á foreldrið og barnið og rökstyðja það að þeir teldu öryggi barnsins telft í tvísýnu og þannig réttlæta það að hrifsa barnið úr fangi foreldris með lögregluvaldi. Þetta er aðeins einn pínulítill angi af þessu máli öllu. Ég hef orðið vör við það að þöggunin í kring um þessi mál er mikil. Lögfræðingar, sálfræðingar og jafnvel fjölmiðlar óttast að fjalla um þau. Á meðan viðgangast svona vinnubrögð óátalin. Pistill þessi þjónar þeim tilgangi að skína ljósinu þar sem myrkrið þrífst. Þetta er ekki í lagi, langt í frá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Sara Pálsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur sem lögmaður til meðferðar mál barnaverndarnefndar Reykjavíkur á hendur foreldri og barni þess. Við meðferð málsins hefur mjög margt varhugavert komið í ljós. Umfjöllun um það væri efni í heila bók. Barnaverndarnefnd krafðist vistunar barnsins utan heimilis án nokkurs tilefnis. Búið var að taka út aðstæður á heimili og þær metnar af starfsmönnum barnaverndar í öðru umdæmi í lagi og að ekkert tilefni væri til frekari aðgerða. Þrátt fyrir það úrskurðaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Í kjölfarið fór foreldrið huldu höfði með barni sínu og treysti á að dómstólar myndu í framhaldi ekki leggja blessun sína yfir þau mannréttindabrot sem í úrskurði barnaverndar fólust, en m.a. hafði barnavernd Reykjavíkur neitað að hitta barnið og ræða við það til að afla afstöðu þess til vistunarinnar. Síðar kom í ljós að ástæða þeirrar neitunar var sú að starfsmenn barnaverndar „vissu hvort eð er“ að barnið þráði ekkert heitar en að vera hjá foreldri sínu. Dómstólar brugðust hins vegar algerlega. Landsréttur staðfesti úrskurðinn með þeim rökum að foreldrið hefði ekki lagt fram haldbær gögn sem staðfestu að foreldrið væri nú í stakk búið til að taka við umsjá barnsins. Semsagt, sönnunarbyrðinni var snúið við, það var ekki barnaverndar sem tók barnið frá foreldri sínu að sanna að skilyrði laga til slíks inngrips inn í innstu kviku mannréttinda þessarar fjölskyldu væru uppfyllt, heldur var það foreldrisins að afsanna það. Þetta er alger afbökun á sönnunarreglum réttarríkisins. Áður en barnið var afhent barnaverndaryfirvöldum hafði barnavernd Reykjavíkur krafist lögregluleitar að foreldrinu og krafist þess að barnið yrði afhent með lögregluvaldi. Barnavernd Reykjavíkur krafðist þess einnig að auglýst yrði eftir foreldrinu í fjölmiðlum. Á sama tíma barst nafnlaus tilkynning til barnaverndar. Um að foreldrið væri statt í tilteknu bæjarfélagi með tilteknum einstaklingi. Efni tilkynningarinnar var rangt en til viðbótar við þetta voru að finna þar upplýsingar sem enginn hafði undir höndum nema undirrituð, skjólstæðingur minn, lögreglan og barnavernd. Þegar undirrituð sá tilkynninguna fékk undirrituð vægast sagt ónotatilfinningu, enda hafði enginn „nafnlaus tilkynnandi“ getað haft umræddar upplýsingar undir höndum. Efni tilkynningarinnar var hins vegar notað af barnavernd Reykjavíkur til að „rökstyðja“ það gagnvart lögreglu, að þeir teldu öryggi barnsins ógnað. Þegar ekkert gat verið fjarri sannleikanum og miðað við gögn málsins vissu starfsmenn barnaverndar það. Staðfest er í gögnum málsins að á sama tíma og barnavernd Reykjavíkur sigaði lögreglunni á foreldrið og barnið, var foreldrið edrú, barnið öruggt og leið vel í faðmi fjölskyldu sinnar og vildi hvergi annars staðar vera en þar. Í ljósi þessa krafðist undirrituð afléttingu nafnleyndar samkvæmt skýrri lagaheimild í barnaverndarlögum. Í synjunarbréfi barnaverndar Reykjavíkur kom í ljós, að móttakandi tilkynningarinnar (starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur) hafði prjónað við efni tilkynningarinnar án þess að aðgreina hvaða upplýsingar stöfuðu frá hinum meinta nafnlausa tilkynnanda, og hvaða upplýsingar stöfuðu frá starfsmanninum sjálfum. M.o.ö., starfsmaður barnaverndar tilkynnti sjálfur undir nafnleynd, a.m.k. að hluta til, foreldrið, til barnaverndar. Notaði síðan tilkynninguna til að siga lögreglunni á foreldrið og barnið og rökstyðja það að þeir teldu öryggi barnsins telft í tvísýnu og þannig réttlæta það að hrifsa barnið úr fangi foreldris með lögregluvaldi. Þetta er aðeins einn pínulítill angi af þessu máli öllu. Ég hef orðið vör við það að þöggunin í kring um þessi mál er mikil. Lögfræðingar, sálfræðingar og jafnvel fjölmiðlar óttast að fjalla um þau. Á meðan viðgangast svona vinnubrögð óátalin. Pistill þessi þjónar þeim tilgangi að skína ljósinu þar sem myrkrið þrífst. Þetta er ekki í lagi, langt í frá. Höfundur er lögmaður.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun