Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur prjóna við efni nafnlausra tilkynninga Sara Pálsdóttir skrifar 29. mars 2021 15:00 Undirrituð hefur sem lögmaður til meðferðar mál barnaverndarnefndar Reykjavíkur á hendur foreldri og barni þess. Við meðferð málsins hefur mjög margt varhugavert komið í ljós. Umfjöllun um það væri efni í heila bók. Barnaverndarnefnd krafðist vistunar barnsins utan heimilis án nokkurs tilefnis. Búið var að taka út aðstæður á heimili og þær metnar af starfsmönnum barnaverndar í öðru umdæmi í lagi og að ekkert tilefni væri til frekari aðgerða. Þrátt fyrir það úrskurðaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Í kjölfarið fór foreldrið huldu höfði með barni sínu og treysti á að dómstólar myndu í framhaldi ekki leggja blessun sína yfir þau mannréttindabrot sem í úrskurði barnaverndar fólust, en m.a. hafði barnavernd Reykjavíkur neitað að hitta barnið og ræða við það til að afla afstöðu þess til vistunarinnar. Síðar kom í ljós að ástæða þeirrar neitunar var sú að starfsmenn barnaverndar „vissu hvort eð er“ að barnið þráði ekkert heitar en að vera hjá foreldri sínu. Dómstólar brugðust hins vegar algerlega. Landsréttur staðfesti úrskurðinn með þeim rökum að foreldrið hefði ekki lagt fram haldbær gögn sem staðfestu að foreldrið væri nú í stakk búið til að taka við umsjá barnsins. Semsagt, sönnunarbyrðinni var snúið við, það var ekki barnaverndar sem tók barnið frá foreldri sínu að sanna að skilyrði laga til slíks inngrips inn í innstu kviku mannréttinda þessarar fjölskyldu væru uppfyllt, heldur var það foreldrisins að afsanna það. Þetta er alger afbökun á sönnunarreglum réttarríkisins. Áður en barnið var afhent barnaverndaryfirvöldum hafði barnavernd Reykjavíkur krafist lögregluleitar að foreldrinu og krafist þess að barnið yrði afhent með lögregluvaldi. Barnavernd Reykjavíkur krafðist þess einnig að auglýst yrði eftir foreldrinu í fjölmiðlum. Á sama tíma barst nafnlaus tilkynning til barnaverndar. Um að foreldrið væri statt í tilteknu bæjarfélagi með tilteknum einstaklingi. Efni tilkynningarinnar var rangt en til viðbótar við þetta voru að finna þar upplýsingar sem enginn hafði undir höndum nema undirrituð, skjólstæðingur minn, lögreglan og barnavernd. Þegar undirrituð sá tilkynninguna fékk undirrituð vægast sagt ónotatilfinningu, enda hafði enginn „nafnlaus tilkynnandi“ getað haft umræddar upplýsingar undir höndum. Efni tilkynningarinnar var hins vegar notað af barnavernd Reykjavíkur til að „rökstyðja“ það gagnvart lögreglu, að þeir teldu öryggi barnsins ógnað. Þegar ekkert gat verið fjarri sannleikanum og miðað við gögn málsins vissu starfsmenn barnaverndar það. Staðfest er í gögnum málsins að á sama tíma og barnavernd Reykjavíkur sigaði lögreglunni á foreldrið og barnið, var foreldrið edrú, barnið öruggt og leið vel í faðmi fjölskyldu sinnar og vildi hvergi annars staðar vera en þar. Í ljósi þessa krafðist undirrituð afléttingu nafnleyndar samkvæmt skýrri lagaheimild í barnaverndarlögum. Í synjunarbréfi barnaverndar Reykjavíkur kom í ljós, að móttakandi tilkynningarinnar (starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur) hafði prjónað við efni tilkynningarinnar án þess að aðgreina hvaða upplýsingar stöfuðu frá hinum meinta nafnlausa tilkynnanda, og hvaða upplýsingar stöfuðu frá starfsmanninum sjálfum. M.o.ö., starfsmaður barnaverndar tilkynnti sjálfur undir nafnleynd, a.m.k. að hluta til, foreldrið, til barnaverndar. Notaði síðan tilkynninguna til að siga lögreglunni á foreldrið og barnið og rökstyðja það að þeir teldu öryggi barnsins telft í tvísýnu og þannig réttlæta það að hrifsa barnið úr fangi foreldris með lögregluvaldi. Þetta er aðeins einn pínulítill angi af þessu máli öllu. Ég hef orðið vör við það að þöggunin í kring um þessi mál er mikil. Lögfræðingar, sálfræðingar og jafnvel fjölmiðlar óttast að fjalla um þau. Á meðan viðgangast svona vinnubrögð óátalin. Pistill þessi þjónar þeim tilgangi að skína ljósinu þar sem myrkrið þrífst. Þetta er ekki í lagi, langt í frá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Sara Pálsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur sem lögmaður til meðferðar mál barnaverndarnefndar Reykjavíkur á hendur foreldri og barni þess. Við meðferð málsins hefur mjög margt varhugavert komið í ljós. Umfjöllun um það væri efni í heila bók. Barnaverndarnefnd krafðist vistunar barnsins utan heimilis án nokkurs tilefnis. Búið var að taka út aðstæður á heimili og þær metnar af starfsmönnum barnaverndar í öðru umdæmi í lagi og að ekkert tilefni væri til frekari aðgerða. Þrátt fyrir það úrskurðaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Í kjölfarið fór foreldrið huldu höfði með barni sínu og treysti á að dómstólar myndu í framhaldi ekki leggja blessun sína yfir þau mannréttindabrot sem í úrskurði barnaverndar fólust, en m.a. hafði barnavernd Reykjavíkur neitað að hitta barnið og ræða við það til að afla afstöðu þess til vistunarinnar. Síðar kom í ljós að ástæða þeirrar neitunar var sú að starfsmenn barnaverndar „vissu hvort eð er“ að barnið þráði ekkert heitar en að vera hjá foreldri sínu. Dómstólar brugðust hins vegar algerlega. Landsréttur staðfesti úrskurðinn með þeim rökum að foreldrið hefði ekki lagt fram haldbær gögn sem staðfestu að foreldrið væri nú í stakk búið til að taka við umsjá barnsins. Semsagt, sönnunarbyrðinni var snúið við, það var ekki barnaverndar sem tók barnið frá foreldri sínu að sanna að skilyrði laga til slíks inngrips inn í innstu kviku mannréttinda þessarar fjölskyldu væru uppfyllt, heldur var það foreldrisins að afsanna það. Þetta er alger afbökun á sönnunarreglum réttarríkisins. Áður en barnið var afhent barnaverndaryfirvöldum hafði barnavernd Reykjavíkur krafist lögregluleitar að foreldrinu og krafist þess að barnið yrði afhent með lögregluvaldi. Barnavernd Reykjavíkur krafðist þess einnig að auglýst yrði eftir foreldrinu í fjölmiðlum. Á sama tíma barst nafnlaus tilkynning til barnaverndar. Um að foreldrið væri statt í tilteknu bæjarfélagi með tilteknum einstaklingi. Efni tilkynningarinnar var rangt en til viðbótar við þetta voru að finna þar upplýsingar sem enginn hafði undir höndum nema undirrituð, skjólstæðingur minn, lögreglan og barnavernd. Þegar undirrituð sá tilkynninguna fékk undirrituð vægast sagt ónotatilfinningu, enda hafði enginn „nafnlaus tilkynnandi“ getað haft umræddar upplýsingar undir höndum. Efni tilkynningarinnar var hins vegar notað af barnavernd Reykjavíkur til að „rökstyðja“ það gagnvart lögreglu, að þeir teldu öryggi barnsins ógnað. Þegar ekkert gat verið fjarri sannleikanum og miðað við gögn málsins vissu starfsmenn barnaverndar það. Staðfest er í gögnum málsins að á sama tíma og barnavernd Reykjavíkur sigaði lögreglunni á foreldrið og barnið, var foreldrið edrú, barnið öruggt og leið vel í faðmi fjölskyldu sinnar og vildi hvergi annars staðar vera en þar. Í ljósi þessa krafðist undirrituð afléttingu nafnleyndar samkvæmt skýrri lagaheimild í barnaverndarlögum. Í synjunarbréfi barnaverndar Reykjavíkur kom í ljós, að móttakandi tilkynningarinnar (starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur) hafði prjónað við efni tilkynningarinnar án þess að aðgreina hvaða upplýsingar stöfuðu frá hinum meinta nafnlausa tilkynnanda, og hvaða upplýsingar stöfuðu frá starfsmanninum sjálfum. M.o.ö., starfsmaður barnaverndar tilkynnti sjálfur undir nafnleynd, a.m.k. að hluta til, foreldrið, til barnaverndar. Notaði síðan tilkynninguna til að siga lögreglunni á foreldrið og barnið og rökstyðja það að þeir teldu öryggi barnsins telft í tvísýnu og þannig réttlæta það að hrifsa barnið úr fangi foreldris með lögregluvaldi. Þetta er aðeins einn pínulítill angi af þessu máli öllu. Ég hef orðið vör við það að þöggunin í kring um þessi mál er mikil. Lögfræðingar, sálfræðingar og jafnvel fjölmiðlar óttast að fjalla um þau. Á meðan viðgangast svona vinnubrögð óátalin. Pistill þessi þjónar þeim tilgangi að skína ljósinu þar sem myrkrið þrífst. Þetta er ekki í lagi, langt í frá. Höfundur er lögmaður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun