Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir skrifa 29. mars 2021 10:01 Sæl Svandís og takk fyrir ágætan fund um daginn sem var að mörgu leyti upplýsandi. Við erum að sjálfsögðu að tala um fundinn sem við fengum með þér þegar við afhentum undirskriftarlista sem fjölmargar konur höfðu skrifað undir til að mótmæla því að sýnin eru send úr landi til skimunar. Eitthvað var rætt um á þessum fundi að Heilsugæslan myndi bæta sig og unnið yrði að því að þær konur sem beðið hafa lengi eftir niðurstöðum fengju niðurstöður í sínum málum. Lítið höfum við stöllur séð af því. Nú bíðum við enn eftir niðurstöðu úr greiningu sýna úr leghálsi okkar. Báðar fengum við tvær svar í febrúar um að tiltekið mein hefði fundist við fyrri sýnatöku sem framkvæmd var í nóvember 2020 hjá okkur báðum. Í bréfinu vorum við boðaðar í frekari sýnatöku þar sem nauðsynlegt væri að skoða okkur aftur. Í skilaboðunum sem við fengum rafrænt frá island.is var okkur bent á að panta okkur tíma í nýja sýnatöku á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gerðum við það hið snarasta, eða öllu heldur gerðum tilraun til þess. En ekki var tíma í nýja sýnatöku að hafa fyrr en að fjórum vikum liðnum, á "okkar" Heilsugæslu. Þá tók við að hringja á hverja Heilsugæsluna á fætur annarri, þar var biðin eitthvað styttri, en of löng fyrir okkur, sem nýlega höfðum fengið bréf um að *sýni okkar væru óeðlileg,", þ.e. þau sem tekin voru í nóvember 2020 hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Svandís, þú veist eins og allar konur sem fá svona tíðindi, að konur geta bara alls ekki beðið undir svona kringumstæðum. Hræðslan og kvíðinn sem gagntekur, krefst þess einfaldlega að við fáum sýnatöku og frekari greiningu hið snarasta. Rétt eins og brugðist var við hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir alvarleika þessa máls og að hér bíða hundruðir kvenna í kvíða og vanlíðan yfir þessu máli. Yfirfærsla á svona mikilvægri starfsemi má ekki ganga svona fyrir sig, vanda þarf til verka. Nú spyrjum við þig háttvirtur ráðherra; Hvar eru lífssýnin okkar, sem tekin voru í endaðan febrúar og byrjun mars? Eru þau í Danmörku, er búið að greina þau? Eru einhverjar niðurstöður komnar úr þeim sýnum sem send voru út. Og ef svo er, hvenær bárust þær? Og er búið að upplýsa þær konur ef einhverjar eru? Við undirritaðar og fjölmargar fleiri búum við það að kíkja inná "mínar síður" á island.is eða Heilsuvera.is á hverjum degi, jafnvel tvisvar á dag til að leita eftir pósti með svörum um niðurstöður, því annars staðar getum við ekki nálgast niðurstöðu úr greiningu lífssýna okkar. Og hvenær og hvernig verður staðið að málum ef sýnin okkar benda til sjúkdóms. Þurfum við þá að fara í frekari rannsóknir hjá Heilsugæslunni, kvensjúkdómalæknum eða.... já hvert verðum við "sendar"? Okkur er alls ekki sama hver mun fylgja okkur eftir, reynist eitthvað að, né hvernig að því er staðið. Mun Samhæfingarstöðin sjá til þess að við fáum samstundis áframhaldandi þjónustu? Nú höfum við beðið í 4 mánuði frá því fyrstu sýnin voru tekin og þykir okkur biðin vera orðin ansi löng. Þolinmæðin er fyrir löngu á þrotum og krefjumst við svara. Að síðustu leikur okkur forvitni á að vita; hvar eru lífssýnin okkar og hversu lengi í viðbót þurfum við að bíða eftir niðurstöðum? Við spyrjum því einnig til viðbótar því sem fram er komið hér að framan: Hvaða reglur gilda nú um meðferð og skráningu sýnanna okkar? Auk lagaákvæða gilda t.d. sérstakar reglur um lífsýnasafn Krabbameinsfélags Íslands. 1.Af hverju er ekki hægt svar fyrr til um niðurstöður rannsóknanna líkt og forsvarsmenn og konur Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) hafa bent á að yrði, væru sýnin greind hér á landi. 2.Telur þú ráðherra góður að þetta sé boðleg þjónusta? Fjöldi kvenna bíður í óvissu og tími getur vegið þungt í þeim tilvikum sem grípa þarf til meðferðar af einhverju taki. Svona sjúkdómur bíður ekki eftir að skikki verði komið á málin. 3.Hvers vegna var ekki hlustað á fagfólk eins og meirihluta fagráðs um skimanir fyrir leghálskrabbameini og FÍFK? Svandís, tíminn líður hratt og engin merki eru um að þessi mál séu að komast í lag þegar þetta átti í fyrsta lagi aldrei að þurfa að fara í þennan farveg. Við væntum greinargóðra svara innan 7 virkra daga. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sæl Svandís og takk fyrir ágætan fund um daginn sem var að mörgu leyti upplýsandi. Við erum að sjálfsögðu að tala um fundinn sem við fengum með þér þegar við afhentum undirskriftarlista sem fjölmargar konur höfðu skrifað undir til að mótmæla því að sýnin eru send úr landi til skimunar. Eitthvað var rætt um á þessum fundi að Heilsugæslan myndi bæta sig og unnið yrði að því að þær konur sem beðið hafa lengi eftir niðurstöðum fengju niðurstöður í sínum málum. Lítið höfum við stöllur séð af því. Nú bíðum við enn eftir niðurstöðu úr greiningu sýna úr leghálsi okkar. Báðar fengum við tvær svar í febrúar um að tiltekið mein hefði fundist við fyrri sýnatöku sem framkvæmd var í nóvember 2020 hjá okkur báðum. Í bréfinu vorum við boðaðar í frekari sýnatöku þar sem nauðsynlegt væri að skoða okkur aftur. Í skilaboðunum sem við fengum rafrænt frá island.is var okkur bent á að panta okkur tíma í nýja sýnatöku á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gerðum við það hið snarasta, eða öllu heldur gerðum tilraun til þess. En ekki var tíma í nýja sýnatöku að hafa fyrr en að fjórum vikum liðnum, á "okkar" Heilsugæslu. Þá tók við að hringja á hverja Heilsugæsluna á fætur annarri, þar var biðin eitthvað styttri, en of löng fyrir okkur, sem nýlega höfðum fengið bréf um að *sýni okkar væru óeðlileg,", þ.e. þau sem tekin voru í nóvember 2020 hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Svandís, þú veist eins og allar konur sem fá svona tíðindi, að konur geta bara alls ekki beðið undir svona kringumstæðum. Hræðslan og kvíðinn sem gagntekur, krefst þess einfaldlega að við fáum sýnatöku og frekari greiningu hið snarasta. Rétt eins og brugðist var við hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir alvarleika þessa máls og að hér bíða hundruðir kvenna í kvíða og vanlíðan yfir þessu máli. Yfirfærsla á svona mikilvægri starfsemi má ekki ganga svona fyrir sig, vanda þarf til verka. Nú spyrjum við þig háttvirtur ráðherra; Hvar eru lífssýnin okkar, sem tekin voru í endaðan febrúar og byrjun mars? Eru þau í Danmörku, er búið að greina þau? Eru einhverjar niðurstöður komnar úr þeim sýnum sem send voru út. Og ef svo er, hvenær bárust þær? Og er búið að upplýsa þær konur ef einhverjar eru? Við undirritaðar og fjölmargar fleiri búum við það að kíkja inná "mínar síður" á island.is eða Heilsuvera.is á hverjum degi, jafnvel tvisvar á dag til að leita eftir pósti með svörum um niðurstöður, því annars staðar getum við ekki nálgast niðurstöðu úr greiningu lífssýna okkar. Og hvenær og hvernig verður staðið að málum ef sýnin okkar benda til sjúkdóms. Þurfum við þá að fara í frekari rannsóknir hjá Heilsugæslunni, kvensjúkdómalæknum eða.... já hvert verðum við "sendar"? Okkur er alls ekki sama hver mun fylgja okkur eftir, reynist eitthvað að, né hvernig að því er staðið. Mun Samhæfingarstöðin sjá til þess að við fáum samstundis áframhaldandi þjónustu? Nú höfum við beðið í 4 mánuði frá því fyrstu sýnin voru tekin og þykir okkur biðin vera orðin ansi löng. Þolinmæðin er fyrir löngu á þrotum og krefjumst við svara. Að síðustu leikur okkur forvitni á að vita; hvar eru lífssýnin okkar og hversu lengi í viðbót þurfum við að bíða eftir niðurstöðum? Við spyrjum því einnig til viðbótar því sem fram er komið hér að framan: Hvaða reglur gilda nú um meðferð og skráningu sýnanna okkar? Auk lagaákvæða gilda t.d. sérstakar reglur um lífsýnasafn Krabbameinsfélags Íslands. 1.Af hverju er ekki hægt svar fyrr til um niðurstöður rannsóknanna líkt og forsvarsmenn og konur Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) hafa bent á að yrði, væru sýnin greind hér á landi. 2.Telur þú ráðherra góður að þetta sé boðleg þjónusta? Fjöldi kvenna bíður í óvissu og tími getur vegið þungt í þeim tilvikum sem grípa þarf til meðferðar af einhverju taki. Svona sjúkdómur bíður ekki eftir að skikki verði komið á málin. 3.Hvers vegna var ekki hlustað á fagfólk eins og meirihluta fagráðs um skimanir fyrir leghálskrabbameini og FÍFK? Svandís, tíminn líður hratt og engin merki eru um að þessi mál séu að komast í lag þegar þetta átti í fyrsta lagi aldrei að þurfa að fara í þennan farveg. Við væntum greinargóðra svara innan 7 virkra daga. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun