Félagsráðgjöf, fíknisjúkdómar og barnavernd Steinunn Bergmann skrifar 27. mars 2021 07:01 Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Félagsmál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun