Ný bylgja muni brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 20:19 Forsætisráðherrann sagði að stundum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið. Getty „Eftir á að hyggja er eflaust margt sem við vildum óska að við hefðum vitað og margt sem við vildum óska að við hefðum gert öðruvísi, eftir á að hyggja, af því að við vorum að berjast við nýjan sjúkdóm undir allt öðruvísi kringumstæðum en nokkur fyrrverandi stjórnvöld gátu ímyndað sér.“ Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í dag þar sem hann fór yfir stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu og leit bæði um öxl og til framtíðar. Hann sagði að á „réttum tímapunkti“ yrði minnisvarði reistur þeim sem látið hefðu lífið af völdum SARS-CoV-2 og að tímabilsins alls yrði minnst. Þá sagði hann framtíð landsins velta á því að skólabörnum og öðru námsfólki yrði bættur sá skaði sem það hefði orðið fyrir. „Ég tel sannarlega að þetta sé eitthvað sem við munum öll minnast og kljást við á ólíkan hátt, og í mínu tilviki, eins lengi og ég lifi,“ sagði Johnson, sem veiktist sjálfur alvarlega af Covid-19. Þjóðin hefði sýnt hugrekki og þolgæði Johnson hrósaði þjóðinni fyrir hugrekki og aga og sagði hana hafa sýnt mikið þolgæði. Þjóðin hefði upplifað mikinn missi en samkvæmt nýjustu gögnun hafa 149.117 látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því að heimsfaraldurinn fór af stað. Forsætisráðherrann sagði að á sumum tímum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið og hjálpað ríkjum heims að ná vopnum sínum með þróun bóluefna. Johnson sagði að eftir þrjár umferðir harðra sóttvarnaaðgerða væru Bretar smám saman að endurheimta frelsið, skref fyrir skref, og með hverri bólusetningu. Aðalráðgjafi breskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, Chris Whitty, sagði ójöfnur og sveigjur á veginum en að ný bylgja myndi brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga. Hann sagði að það hefði ekki verið fyrr en fólk fór að leggjast inn á spítala og deyja sem menn áttuðu sig á hversu hratt ástandið var að þróast. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Patrick Vallance, gekkst hins vegar við því að miklu hefði munað ef meira hefði verið skimað í upphafi faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í dag þar sem hann fór yfir stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu og leit bæði um öxl og til framtíðar. Hann sagði að á „réttum tímapunkti“ yrði minnisvarði reistur þeim sem látið hefðu lífið af völdum SARS-CoV-2 og að tímabilsins alls yrði minnst. Þá sagði hann framtíð landsins velta á því að skólabörnum og öðru námsfólki yrði bættur sá skaði sem það hefði orðið fyrir. „Ég tel sannarlega að þetta sé eitthvað sem við munum öll minnast og kljást við á ólíkan hátt, og í mínu tilviki, eins lengi og ég lifi,“ sagði Johnson, sem veiktist sjálfur alvarlega af Covid-19. Þjóðin hefði sýnt hugrekki og þolgæði Johnson hrósaði þjóðinni fyrir hugrekki og aga og sagði hana hafa sýnt mikið þolgæði. Þjóðin hefði upplifað mikinn missi en samkvæmt nýjustu gögnun hafa 149.117 látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því að heimsfaraldurinn fór af stað. Forsætisráðherrann sagði að á sumum tímum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið og hjálpað ríkjum heims að ná vopnum sínum með þróun bóluefna. Johnson sagði að eftir þrjár umferðir harðra sóttvarnaaðgerða væru Bretar smám saman að endurheimta frelsið, skref fyrir skref, og með hverri bólusetningu. Aðalráðgjafi breskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, Chris Whitty, sagði ójöfnur og sveigjur á veginum en að ný bylgja myndi brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga. Hann sagði að það hefði ekki verið fyrr en fólk fór að leggjast inn á spítala og deyja sem menn áttuðu sig á hversu hratt ástandið var að þróast. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Patrick Vallance, gekkst hins vegar við því að miklu hefði munað ef meira hefði verið skimað í upphafi faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira