„Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 19:15 Lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang, Eric Talley 51 árs, var skotinn til bana. Hann var sjö barna faðir. epa Lögregluyfirvöld í Colorado í Bandaríkjunum hafa gefið upp nöfn þeirra tíu sem létust þegar byssumaður réðist inn í matvöruverslun í Boulder. Þrír voru á þrítugsaldri, einn á fimmtugsaldri, þrír á sextugsaldri og þrír á sjötugsaldri. „Ég hélt þetta væri einn öruggasti staðurinn í Bandaríkjunum en ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum,“ sagði Ryan Borowski í samtali við CNN en hann var inni í versluninni þegar árásin átti sér stað. Sarah Moonshadow var við afgreiðslukassann ásamt syni sínum þegar skothríðin hófst. Hún sagði við Reuters að hún hefði reynt að koma einu fórnarlambinu til hjálpar, þar sem viðkomandi lá á gangstéttinni fyrir utan. Sonur hennar dró hana hins vegar í burtu. „Ég gat ekki hjálpað neinum.“ Árásarmaðurinn heitir Ahmad Al Aliwi Alissa og er 21 árs. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ónefndir heimildarmenn innan lögreglunnar segja hann hafa verið vopnaðan AR-15, hálfsjálfvirkum riffli sem hefur áður verið notaður við fjöldamorð í Bandaríkjunum. Myndir teknar úr lofti sýndu Alissa handjárnaðan og beran að ofan, að því er virtist með áverka á fæti. Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi en verður fluttur í fangelsi í dag. Árásin hefur vakið hörð en misjöfn viðbrögð vestanhafs. A once-in-a-century pandemic cannot be the only thing that slows mass shootings in this country. It’s time for leaders everywhere to listen to the American people when they say enough is enough. pic.twitter.com/7MEJ87Is3E— Barack Obama (@BarackObama) March 23, 2021 A well regulated militia, being necessary to the security of a free state, the right of the people to keep and bear arms, shall not be infringed. pic.twitter.com/eFBP2PTTUu— NRA (@NRA) March 23, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
„Ég hélt þetta væri einn öruggasti staðurinn í Bandaríkjunum en ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum,“ sagði Ryan Borowski í samtali við CNN en hann var inni í versluninni þegar árásin átti sér stað. Sarah Moonshadow var við afgreiðslukassann ásamt syni sínum þegar skothríðin hófst. Hún sagði við Reuters að hún hefði reynt að koma einu fórnarlambinu til hjálpar, þar sem viðkomandi lá á gangstéttinni fyrir utan. Sonur hennar dró hana hins vegar í burtu. „Ég gat ekki hjálpað neinum.“ Árásarmaðurinn heitir Ahmad Al Aliwi Alissa og er 21 árs. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ónefndir heimildarmenn innan lögreglunnar segja hann hafa verið vopnaðan AR-15, hálfsjálfvirkum riffli sem hefur áður verið notaður við fjöldamorð í Bandaríkjunum. Myndir teknar úr lofti sýndu Alissa handjárnaðan og beran að ofan, að því er virtist með áverka á fæti. Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi en verður fluttur í fangelsi í dag. Árásin hefur vakið hörð en misjöfn viðbrögð vestanhafs. A once-in-a-century pandemic cannot be the only thing that slows mass shootings in this country. It’s time for leaders everywhere to listen to the American people when they say enough is enough. pic.twitter.com/7MEJ87Is3E— Barack Obama (@BarackObama) March 23, 2021 A well regulated militia, being necessary to the security of a free state, the right of the people to keep and bear arms, shall not be infringed. pic.twitter.com/eFBP2PTTUu— NRA (@NRA) March 23, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24
Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45