Grípum gæsina meðan hún gefst Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 23. mars 2021 11:31 Gosið í Geldingadal kom kannski ekki mörgum á óvart. Það er sem betur fer lítið og virðist frekar meinlaust. Almenningur hefur fylgst grannt með þróuninni í aðdragandanum og nú er enginn maður með mönnum sem ekki kann eitthvað fyrir sér í jarðfræði. Áhuginn á gosinu er mikill ,skyldi engan undra, og margir hafa áhuga á að berja gosið augum. Leiðin að gosinu er nokkuð strembin sérstaklega fyrir óvana göngumenn. Á svæðinu eru nokkrir slóðar sem færir eru öflugum bílum. Þessa slóða er vel hægt að laga. Veghefill og hugsanlega jarðýtur þyrftu ekki langan tíma til að gera þessa slóða aksturshæfa fyrir rútur. Gott væri að merkja leið með stikum svo að skipulagðar jeppa og fjórhjólaferðir endi ekki með ósköpum, það myndi gera öldruðum og fötluðum einstaklingum kleift að berja gosið augum. Þar sem ferðaþjónustan glímir við kreppu væri greiðfær leið að gosstöðvunum búbót. Fjöldinn allur af rútum stendur verkefnalaus á bílastæðum og skiptir miklu máli að útvega þeim verkefni. Akstur að gosinu í Geldingadal myndi skapa atvinnu þó ekki væri nema í stutta stund. Bónusinn væri sá að færri slösuðust, enginn þyrfti að týnast á leiðinni, og stóri bónusinn fleiri fengju notið einstaks náttúrufyrirbrigðis. Við erum ekki stór þjóð og verðum að nýta öll tækifæri. Eldgosið á Reykjanesi er eitt slíkt. Það eina sem þarf er viljinn. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Gosið í Geldingadal kom kannski ekki mörgum á óvart. Það er sem betur fer lítið og virðist frekar meinlaust. Almenningur hefur fylgst grannt með þróuninni í aðdragandanum og nú er enginn maður með mönnum sem ekki kann eitthvað fyrir sér í jarðfræði. Áhuginn á gosinu er mikill ,skyldi engan undra, og margir hafa áhuga á að berja gosið augum. Leiðin að gosinu er nokkuð strembin sérstaklega fyrir óvana göngumenn. Á svæðinu eru nokkrir slóðar sem færir eru öflugum bílum. Þessa slóða er vel hægt að laga. Veghefill og hugsanlega jarðýtur þyrftu ekki langan tíma til að gera þessa slóða aksturshæfa fyrir rútur. Gott væri að merkja leið með stikum svo að skipulagðar jeppa og fjórhjólaferðir endi ekki með ósköpum, það myndi gera öldruðum og fötluðum einstaklingum kleift að berja gosið augum. Þar sem ferðaþjónustan glímir við kreppu væri greiðfær leið að gosstöðvunum búbót. Fjöldinn allur af rútum stendur verkefnalaus á bílastæðum og skiptir miklu máli að útvega þeim verkefni. Akstur að gosinu í Geldingadal myndi skapa atvinnu þó ekki væri nema í stutta stund. Bónusinn væri sá að færri slösuðust, enginn þyrfti að týnast á leiðinni, og stóri bónusinn fleiri fengju notið einstaks náttúrufyrirbrigðis. Við erum ekki stór þjóð og verðum að nýta öll tækifæri. Eldgosið á Reykjanesi er eitt slíkt. Það eina sem þarf er viljinn. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar