Kynsvall og misnotkun í ástralska þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:03 Scott Morrison, forsætisráðherra, sagðist miður sín yfir nýjasta hneykslinu sem skekur ríkisstjórn hans. AP/Mick Tsikas Einn háttsettur ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið látinn taka poka sinn eftir að myndbönd af kynsvalli starfsfólks í þinghúsinu voru birt í gær. Kona sem vann fyrir ríkisstjórnina segist hafa verið nauðgað af samstarfsmanni en hún hafi verið beitt þrýstingi um að tilkynna það ekki lögreglu. Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans. Ástralía MeToo Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans.
Ástralía MeToo Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira