Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:01 Hótel Sögu var skellt í lás 1. nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands greindi frá fyrirhuguðum viðræðum við Markaðinn í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir í samtali við Vísi í dag að fyrsti fundur viðræðanna hafi verið í gær. „Svo þær eru hafnar,“ segir Jón Atli. Fjármálaráðuneytið leiðir samningaviðræður í samstarfi við HÍ og menntamálaráðuneytið. Fram kemur í Markaðnum að með viðræðunum eigi að kanna til hlítar „hvort hægt sé að komast að niðurstöðu um kaup á eigninni á ásættanlegu verði fyrir báða aðila.“ Jón Atli segir að ekki sé hægt að gefa neitt frekar upp um umrætt verð að svo stöddu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/vilhelm Þá kveðst Jón Atli vonast til að endanleg niðurstaða um hvort af kaupunum verði fáist mjög fljótlega, vonandi ekki síðar en í byrjun apríl. Þá snúa viðræðurnar að kaupum á allri Bændahöllinni eins og hún leggur sig. Ef af kaupunum verður er horft til þess að flytja menntasvið HÍ frá Stakkahlíð og Skipholti í húsnæðið, auk þess sem til skoðunar er að hafa þar skrifstofur, tæknideild, stúdentagarða, gestaíbúðir fyrir fræðifólk og Hámu-útibú. Félagið Bændahöllin á fasteignana en félagið Hótel Saga sá um rekstur hótelsins. Bændasamtökin eiga bæði félögin. Hótel Sögu var lokað í nóvember vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hafði þó tekið að halla verulega undan rekstrinum árin áður en faraldurinn skall á. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands greindi frá fyrirhuguðum viðræðum við Markaðinn í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir í samtali við Vísi í dag að fyrsti fundur viðræðanna hafi verið í gær. „Svo þær eru hafnar,“ segir Jón Atli. Fjármálaráðuneytið leiðir samningaviðræður í samstarfi við HÍ og menntamálaráðuneytið. Fram kemur í Markaðnum að með viðræðunum eigi að kanna til hlítar „hvort hægt sé að komast að niðurstöðu um kaup á eigninni á ásættanlegu verði fyrir báða aðila.“ Jón Atli segir að ekki sé hægt að gefa neitt frekar upp um umrætt verð að svo stöddu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/vilhelm Þá kveðst Jón Atli vonast til að endanleg niðurstaða um hvort af kaupunum verði fáist mjög fljótlega, vonandi ekki síðar en í byrjun apríl. Þá snúa viðræðurnar að kaupum á allri Bændahöllinni eins og hún leggur sig. Ef af kaupunum verður er horft til þess að flytja menntasvið HÍ frá Stakkahlíð og Skipholti í húsnæðið, auk þess sem til skoðunar er að hafa þar skrifstofur, tæknideild, stúdentagarða, gestaíbúðir fyrir fræðifólk og Hámu-útibú. Félagið Bændahöllin á fasteignana en félagið Hótel Saga sá um rekstur hótelsins. Bændasamtökin eiga bæði félögin. Hótel Sögu var lokað í nóvember vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hafði þó tekið að halla verulega undan rekstrinum árin áður en faraldurinn skall á. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05
Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45