Þetta gæti verið einfalt Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2021 10:01 Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki. Íþyngjandi regluverk mannanna hefur sniðið atvinnulífinu þröngan stakk og hamlað samkeppnishæfni landsins. Reglurnar eiga að styðja við verkið en ekki hindra það. Það er nákvæmlega kjarninn í vandanum. Regluverkið okkar, sérstaklega er snýr að atvinnulífinu, reynist of íþyngjandi. Vandinn er ekkert einungis vegna þess að ráðherrar og þingmenn eru svo duglegir að setja lög og reglur, heldur má vera að regluverkið reynist þungt vegna þess hve margir aðilar koma að samningu reglna. Hér eru sveitarfélög hvert um sig að setja sér reglur og jafnvel hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir heimild til að setja sér heilmargar reglur. Samkeppni er af hinu góða Skilvirkni og hagkvæmni eru lykilatriði í samkeppnishæfni landsins. Það felast gríðarleg fjárhagsleg verðmæti í því að einfalda regluverkið. Sveigjanlegra umhverfi atvinnulífsins mun efla samkeppnishæfni landsins, auka framleiðni og hagvöxt og skapa fleiri störf. Rafrænar lausnir Einföldum málið og verum í takt við tímann. Að setja upp eyðublað á vefsvæði er svo einfalt mál að það er hlægilegt að öll eyðublöð í opinberri þjónustu séu ekki komin á rafrænt form. Gefum aðeins í. Rafrænar lausnir í opinberri þjónustu er einnig lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, þar sem ekki er hægt að tryggja útibú eða þjónustu á staðnum. Endurskoðun skattkerfisins Lækkun. Einföldun. Útrýming á landsbyggðarskatt. Stikkorðin ættu duga hér í bili. Skattkerfið er út af fyrir sig efni í aðra grein. Hver borgar brúsann? Covid-viðspyrnan krefst útgjalda. Allar þær hugmyndir að stórauka umsvif ríkisins og að ráða skuli stórt hlutfall atvinnulausra í opinber störf rímar illa saman við hallann á ríkisrekstrinum. Gera þarf frekar ráð fyrir því að ríkið tryggi grunnþjónustu. Augljóslega þarf að ákveða hver þjónusta ríkisins á að vera til frambúðar og standa þarf við þær skuldbindingar. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að einhver þarf að lokum að borga brúsann. Sterkt atvinnulíf er einmitt forsenda þess að ríkið afli sér tekna til að mæta auknum útgjöldum. Styrkjum atvinnulíf með einfaldara regluverki og bættu skattkerfi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki. Íþyngjandi regluverk mannanna hefur sniðið atvinnulífinu þröngan stakk og hamlað samkeppnishæfni landsins. Reglurnar eiga að styðja við verkið en ekki hindra það. Það er nákvæmlega kjarninn í vandanum. Regluverkið okkar, sérstaklega er snýr að atvinnulífinu, reynist of íþyngjandi. Vandinn er ekkert einungis vegna þess að ráðherrar og þingmenn eru svo duglegir að setja lög og reglur, heldur má vera að regluverkið reynist þungt vegna þess hve margir aðilar koma að samningu reglna. Hér eru sveitarfélög hvert um sig að setja sér reglur og jafnvel hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir heimild til að setja sér heilmargar reglur. Samkeppni er af hinu góða Skilvirkni og hagkvæmni eru lykilatriði í samkeppnishæfni landsins. Það felast gríðarleg fjárhagsleg verðmæti í því að einfalda regluverkið. Sveigjanlegra umhverfi atvinnulífsins mun efla samkeppnishæfni landsins, auka framleiðni og hagvöxt og skapa fleiri störf. Rafrænar lausnir Einföldum málið og verum í takt við tímann. Að setja upp eyðublað á vefsvæði er svo einfalt mál að það er hlægilegt að öll eyðublöð í opinberri þjónustu séu ekki komin á rafrænt form. Gefum aðeins í. Rafrænar lausnir í opinberri þjónustu er einnig lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, þar sem ekki er hægt að tryggja útibú eða þjónustu á staðnum. Endurskoðun skattkerfisins Lækkun. Einföldun. Útrýming á landsbyggðarskatt. Stikkorðin ættu duga hér í bili. Skattkerfið er út af fyrir sig efni í aðra grein. Hver borgar brúsann? Covid-viðspyrnan krefst útgjalda. Allar þær hugmyndir að stórauka umsvif ríkisins og að ráða skuli stórt hlutfall atvinnulausra í opinber störf rímar illa saman við hallann á ríkisrekstrinum. Gera þarf frekar ráð fyrir því að ríkið tryggi grunnþjónustu. Augljóslega þarf að ákveða hver þjónusta ríkisins á að vera til frambúðar og standa þarf við þær skuldbindingar. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að einhver þarf að lokum að borga brúsann. Sterkt atvinnulíf er einmitt forsenda þess að ríkið afli sér tekna til að mæta auknum útgjöldum. Styrkjum atvinnulíf með einfaldara regluverki og bættu skattkerfi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun