Að eiga í engin hús að venda Egill Þór Jónsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifa 16. mars 2021 08:00 Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Félagsmál Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun