„Bara ef það hentar mér“ Jón Björn Hákonarson og Íris Róbertsdóttir skrifa 15. mars 2021 09:01 Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélöginn. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélöginn hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Björn Hákonarson Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Íris Róbertsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélöginn. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélöginn hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun