Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 13:30 Þeir sem andæfa stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eiga ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Á annað hundruð stjórnarandstæðinga voru handteknir á ráðstefnu í dag. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. Á ráðstefnunni hittust sveitarstjórnarfulltrúar frá öllu Rússlandi, að sögn Andrei Pivovarov, skipuleggjanda hennar og framkvæmdastjóra Opins Rússlands, samtaka rússneskra andófsmanna í Bretlandi. Lögreglumenn ruddust inn skömmu eftir að ráðstefnan hófst í dag. Handtóku þeir viðstadda og stungu inn í lögreglubíla sem biðu fyrir utan, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtökin OVD-Info sem fylgjast með handtökum á aðgerðarsinnum og pólitískum mótmælendum hafa birt lista yfir fleiri en 150 manns sem þau segja að hafa verið handteknir í dag. Opið Rússland er á meðal fleiri en þrjátíu samtaka sem stjórnvöld í Kreml skilgreina sem óæskileg og bönnuðu með lögum sem voru samþykkt árið 2015. Stjórnvöld hófu rassíu gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki eftir að þau handtóku Alexei Navalní, einn helsta stjórnarandstöðunnar, þegar hann sneri heim til Rússlands í janúar. Hann hafði dvalið í Þýskalandi um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum í heimalandinu. Hann sakar Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi. 6. febrúar 2021 23:59 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Á ráðstefnunni hittust sveitarstjórnarfulltrúar frá öllu Rússlandi, að sögn Andrei Pivovarov, skipuleggjanda hennar og framkvæmdastjóra Opins Rússlands, samtaka rússneskra andófsmanna í Bretlandi. Lögreglumenn ruddust inn skömmu eftir að ráðstefnan hófst í dag. Handtóku þeir viðstadda og stungu inn í lögreglubíla sem biðu fyrir utan, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtökin OVD-Info sem fylgjast með handtökum á aðgerðarsinnum og pólitískum mótmælendum hafa birt lista yfir fleiri en 150 manns sem þau segja að hafa verið handteknir í dag. Opið Rússland er á meðal fleiri en þrjátíu samtaka sem stjórnvöld í Kreml skilgreina sem óæskileg og bönnuðu með lögum sem voru samþykkt árið 2015. Stjórnvöld hófu rassíu gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki eftir að þau handtóku Alexei Navalní, einn helsta stjórnarandstöðunnar, þegar hann sneri heim til Rússlands í janúar. Hann hafði dvalið í Þýskalandi um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum í heimalandinu. Hann sakar Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið. Því hafna rússnesk stjórnvöld.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi. 6. febrúar 2021 23:59 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10
Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29
Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi. 6. febrúar 2021 23:59