Bæjarfulltrúar uppi á borðum Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 11. mars 2021 16:00 Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð geta þau skipt gríðarlega miklu máli. Um þessar mundir standa yfir breytingar hjá Kópavogsbæ sem eru dæmi um slíkt látlaust stórmál. Bæjarbúar munu á næstunni geta nálgast upplýsingar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Þetta hljómar kannski ekki merkilega, enda hafa reglur um slíka skráningu verið í gildi fyrir alþingismenn og borgarfulltrúa frá árinu 2009, en sveitarstjórnum er í sjálfsvald sett hvort þær setji sér slíkar reglur. Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú loks stigið þetta tímabæra og mikilvæga skref í átt að auknu gagnsæi. Gagnsæi gagnast öllum Kópavogsbúar eiga rétt á vitneskju um það hvort bæjarfulltrúarnir þeirra hafi beinna hagsmuna að gæta þegar þeir taka ákvarðanir. Hvort þeir eigi nokkuð hlut í fyrirtækinu sem gerir stóran samning við Kópavogsbæ, sitji í stjórn samtaka sem fá óvænt háan styrk frá bænum eða eigi fasteignir sem margfaldast í verði eftir breytt deiliskipulag. Öll slík tengsl eiga að vera uppi á borðum. Þannig tryggjum við virkt aðhald, komum í veg fyrir hagsmunaárekstra og spornum gegn spillingu. Með auknu gagnsæi og minna laumuspili eykst jafnframt tiltrú og traust almennings til stjórnsýslunnar. Ítarlegt og heiðarlegt Bæjarfulltrúar munu þannig skrá öll launuð störf, fasteignir í þeirra eigu í bænum og stjórnarsetu í félögum. Þar er einnig gert ráð fyrir að fólk greini frá því ef það hefur fengið háar skuldir afskrifaðar eða fengið aðrar „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn“ eins og það er orðað. Þar geta enda verið ríkir hagsmunir til staðar. Fengi kjörinn fulltrúi t.d. hátt seljendalán til að kaupa fjölmiðil, sem seljandinn myndi einhverra hluta vegna gefa eftir, ætti það að koma fram í hagsmunaskráningunni. Bæjarfulltrúi sem á inni stóran greiða hjá lánardrottni sínum gæti nefnilega seint talist hlutlaus þegar málefni gjafmilda seljandans væru annars vegar. Sem fyrr segir munu bæjarbúar geta nálgast þessar upplýsingar von bráðar með tilkomu nýrra reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sem bæjarstjórn samþykkti á dögunum. Með því verður Kópavogsbær opnari og heiðarlegri en nokkru sinni fyrr. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð geta þau skipt gríðarlega miklu máli. Um þessar mundir standa yfir breytingar hjá Kópavogsbæ sem eru dæmi um slíkt látlaust stórmál. Bæjarbúar munu á næstunni geta nálgast upplýsingar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Þetta hljómar kannski ekki merkilega, enda hafa reglur um slíka skráningu verið í gildi fyrir alþingismenn og borgarfulltrúa frá árinu 2009, en sveitarstjórnum er í sjálfsvald sett hvort þær setji sér slíkar reglur. Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú loks stigið þetta tímabæra og mikilvæga skref í átt að auknu gagnsæi. Gagnsæi gagnast öllum Kópavogsbúar eiga rétt á vitneskju um það hvort bæjarfulltrúarnir þeirra hafi beinna hagsmuna að gæta þegar þeir taka ákvarðanir. Hvort þeir eigi nokkuð hlut í fyrirtækinu sem gerir stóran samning við Kópavogsbæ, sitji í stjórn samtaka sem fá óvænt háan styrk frá bænum eða eigi fasteignir sem margfaldast í verði eftir breytt deiliskipulag. Öll slík tengsl eiga að vera uppi á borðum. Þannig tryggjum við virkt aðhald, komum í veg fyrir hagsmunaárekstra og spornum gegn spillingu. Með auknu gagnsæi og minna laumuspili eykst jafnframt tiltrú og traust almennings til stjórnsýslunnar. Ítarlegt og heiðarlegt Bæjarfulltrúar munu þannig skrá öll launuð störf, fasteignir í þeirra eigu í bænum og stjórnarsetu í félögum. Þar er einnig gert ráð fyrir að fólk greini frá því ef það hefur fengið háar skuldir afskrifaðar eða fengið aðrar „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn“ eins og það er orðað. Þar geta enda verið ríkir hagsmunir til staðar. Fengi kjörinn fulltrúi t.d. hátt seljendalán til að kaupa fjölmiðil, sem seljandinn myndi einhverra hluta vegna gefa eftir, ætti það að koma fram í hagsmunaskráningunni. Bæjarfulltrúi sem á inni stóran greiða hjá lánardrottni sínum gæti nefnilega seint talist hlutlaus þegar málefni gjafmilda seljandans væru annars vegar. Sem fyrr segir munu bæjarbúar geta nálgast þessar upplýsingar von bráðar með tilkomu nýrra reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sem bæjarstjórn samþykkti á dögunum. Með því verður Kópavogsbær opnari og heiðarlegri en nokkru sinni fyrr. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun