Bæjarfulltrúar uppi á borðum Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 11. mars 2021 16:00 Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð geta þau skipt gríðarlega miklu máli. Um þessar mundir standa yfir breytingar hjá Kópavogsbæ sem eru dæmi um slíkt látlaust stórmál. Bæjarbúar munu á næstunni geta nálgast upplýsingar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Þetta hljómar kannski ekki merkilega, enda hafa reglur um slíka skráningu verið í gildi fyrir alþingismenn og borgarfulltrúa frá árinu 2009, en sveitarstjórnum er í sjálfsvald sett hvort þær setji sér slíkar reglur. Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú loks stigið þetta tímabæra og mikilvæga skref í átt að auknu gagnsæi. Gagnsæi gagnast öllum Kópavogsbúar eiga rétt á vitneskju um það hvort bæjarfulltrúarnir þeirra hafi beinna hagsmuna að gæta þegar þeir taka ákvarðanir. Hvort þeir eigi nokkuð hlut í fyrirtækinu sem gerir stóran samning við Kópavogsbæ, sitji í stjórn samtaka sem fá óvænt háan styrk frá bænum eða eigi fasteignir sem margfaldast í verði eftir breytt deiliskipulag. Öll slík tengsl eiga að vera uppi á borðum. Þannig tryggjum við virkt aðhald, komum í veg fyrir hagsmunaárekstra og spornum gegn spillingu. Með auknu gagnsæi og minna laumuspili eykst jafnframt tiltrú og traust almennings til stjórnsýslunnar. Ítarlegt og heiðarlegt Bæjarfulltrúar munu þannig skrá öll launuð störf, fasteignir í þeirra eigu í bænum og stjórnarsetu í félögum. Þar er einnig gert ráð fyrir að fólk greini frá því ef það hefur fengið háar skuldir afskrifaðar eða fengið aðrar „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn“ eins og það er orðað. Þar geta enda verið ríkir hagsmunir til staðar. Fengi kjörinn fulltrúi t.d. hátt seljendalán til að kaupa fjölmiðil, sem seljandinn myndi einhverra hluta vegna gefa eftir, ætti það að koma fram í hagsmunaskráningunni. Bæjarfulltrúi sem á inni stóran greiða hjá lánardrottni sínum gæti nefnilega seint talist hlutlaus þegar málefni gjafmilda seljandans væru annars vegar. Sem fyrr segir munu bæjarbúar geta nálgast þessar upplýsingar von bráðar með tilkomu nýrra reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sem bæjarstjórn samþykkti á dögunum. Með því verður Kópavogsbær opnari og heiðarlegri en nokkru sinni fyrr. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð geta þau skipt gríðarlega miklu máli. Um þessar mundir standa yfir breytingar hjá Kópavogsbæ sem eru dæmi um slíkt látlaust stórmál. Bæjarbúar munu á næstunni geta nálgast upplýsingar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Þetta hljómar kannski ekki merkilega, enda hafa reglur um slíka skráningu verið í gildi fyrir alþingismenn og borgarfulltrúa frá árinu 2009, en sveitarstjórnum er í sjálfsvald sett hvort þær setji sér slíkar reglur. Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú loks stigið þetta tímabæra og mikilvæga skref í átt að auknu gagnsæi. Gagnsæi gagnast öllum Kópavogsbúar eiga rétt á vitneskju um það hvort bæjarfulltrúarnir þeirra hafi beinna hagsmuna að gæta þegar þeir taka ákvarðanir. Hvort þeir eigi nokkuð hlut í fyrirtækinu sem gerir stóran samning við Kópavogsbæ, sitji í stjórn samtaka sem fá óvænt háan styrk frá bænum eða eigi fasteignir sem margfaldast í verði eftir breytt deiliskipulag. Öll slík tengsl eiga að vera uppi á borðum. Þannig tryggjum við virkt aðhald, komum í veg fyrir hagsmunaárekstra og spornum gegn spillingu. Með auknu gagnsæi og minna laumuspili eykst jafnframt tiltrú og traust almennings til stjórnsýslunnar. Ítarlegt og heiðarlegt Bæjarfulltrúar munu þannig skrá öll launuð störf, fasteignir í þeirra eigu í bænum og stjórnarsetu í félögum. Þar er einnig gert ráð fyrir að fólk greini frá því ef það hefur fengið háar skuldir afskrifaðar eða fengið aðrar „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn“ eins og það er orðað. Þar geta enda verið ríkir hagsmunir til staðar. Fengi kjörinn fulltrúi t.d. hátt seljendalán til að kaupa fjölmiðil, sem seljandinn myndi einhverra hluta vegna gefa eftir, ætti það að koma fram í hagsmunaskráningunni. Bæjarfulltrúi sem á inni stóran greiða hjá lánardrottni sínum gæti nefnilega seint talist hlutlaus þegar málefni gjafmilda seljandans væru annars vegar. Sem fyrr segir munu bæjarbúar geta nálgast þessar upplýsingar von bráðar með tilkomu nýrra reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sem bæjarstjórn samþykkti á dögunum. Með því verður Kópavogsbær opnari og heiðarlegri en nokkru sinni fyrr. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun