Lilja þurfi að svara fyrir ákvörðun um áfrýjun Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 20:27 Þorbjörg Sigríður segir nauðsynlegt að Lilja svari fyrir tilgang þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra verða að svara því hvers vegna hún ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar jafnréttismála stæði óhaggaður. Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12
Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18