Lilja þurfi að svara fyrir ákvörðun um áfrýjun Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 20:27 Þorbjörg Sigríður segir nauðsynlegt að Lilja svari fyrir tilgang þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra verða að svara því hvers vegna hún ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar jafnréttismála stæði óhaggaður. Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12
Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18