Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 06:42 Harry og Meghan sjást hér í viðtalinu við Opruh en það var sýnt á CBS sjónvarpsstöðinni í nótt. Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira