Upplýsingar um mögulegt mannfall liggja þó ekki fyrir en AFP fréttaveitan hefur heimildir fyrir því að verktaki við herstöðina, almennur borgari, hafi fallið.
Eldflaugunum var skotið að Ain al-Asad herstöðinni í Anbarhéraði. Árásin er til rannsóknar hjá írakska hernum sem segir að skotstaðurinn hafi verið fundinn.
Í síðustu viku gerðu Bandaríkin loftárás á sveit, sem studd er af yfirvöldum í Íran, á landamærum Íraks og Sýrlands. Sú árás var svar við eldflaugaárásum sveitar Írans í Írak gegn bandarískum hermönnum, þar á meðal einni við flugvöllinn í Irbil þar sem verktaki frá Filippseyjum dó.
Sjá einnig: Einn dó og átta særðust í eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna
AP fréttaveitan segir áhyggjur uppi um að Bandaríkin og Íran muni skiptast á árásum á næstunni, eins og gerðist í fyrra. Þá stigmögnuðust árásirnar upp í það að Bandaríkin réðu íranska hershöfðingjann Qassim Soleimani af dögum í loftárás í Bagdad.
Þá stendur til að Páfinn heimsæki Írak um næstu helgi. Til stendur að hann ferðist víðsvegar um landið.
Hér má sjá myndband af eldflaugum frá Íran lenda í Ain al-Asad herstöðinni í fyrra, eftir að Bandaríkin felldu Soleimani. Sama kvöld var farþegaflugvél frá Úkraínu skotin niður yfir höfuðborg Írans.
Unprecedented view of 4 Iranian ballistic missiles salvo hit Ain Al Assad base in Iraq. pic.twitter.com/r2VgiD3BsM
— Tal Inbar (@inbarspace) March 1, 2021