Hver verðskuldar þitt hrós? Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2021 11:09 Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 18 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Þeir benda jafnframt á að engin markaðsöfl tengist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga eins og t.d. Valentínusardaginn. Höfðað sé til einnar af grunnþörfum mannsins sem er að vera metinn að verðleikum. Hrós þarf að vera einlægt Hrósdagurinn snýst um að íhuga meðvitað það jákvæða í fari fólks og tjá því með fallegum orðum að þú kunnir að meta það. Einlægt og persónulegt hrós getur gert kraftaverk. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan meira en einlægt hrós. Á vinnustöðum skiptir hrós sköpum fyrir frammistöðu og vellíðan starfsmanna. Hrós hvetur starfsmenn til dáða og eflir sjálfstraustið og stoltið. Vel meint og einlægt hrós ýtir undir jákvæð samskipti og getur breytt andrúmsloftinu í einni svipan. Hrós er auk þess staðfesting á því að við séum að gera réttu hlutina og að það sé tekið eftir því. Með því að hrósa af einlægni sýnum við persónulegan áhuga og viðurkenningu. Gott hrós einblínir á hegðun og atriði sem við getum haft stjórn á. Það er nákvæmt og sértækt, jákvætt orðað og veitt eins fljótt og hægt er eftir að tiltekin hegðun átti sér stað. Listin að þiggja hrós Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mikilvægt er að gangast við hrósi og sýna þakklæti, t.d. með því að segja „Takk fyrir falleg orð í minn garð“ eða „Virkilega gaman að heyra“. Þessi orð skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar tilfinninguna að þú hafir tekið við hrósinu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðuefnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurteisi. Það er heldur ekki ráðlagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæmingi eða slá hrósinu upp í fíflagang. Segjum einfaldlega „Takk“ og meðtökum gjöfina sem hrós svo sannarlega er. Hrós ýtir undir jákvæð mannleg samskipti og felur í sér umhyggju og kærleika. Það er einföld leið til að sýna velvild og þakklæti í ys og þys hversdagsins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hliðarnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlutirnir þurfa nefnilega ekki að vera fullkomnir til að vera góðir. Notum alþjóðlega hrósdaginn til að gefa einhverjum hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins. Þar setja um 6.000 manns reglulega inn hrós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 18 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Þeir benda jafnframt á að engin markaðsöfl tengist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga eins og t.d. Valentínusardaginn. Höfðað sé til einnar af grunnþörfum mannsins sem er að vera metinn að verðleikum. Hrós þarf að vera einlægt Hrósdagurinn snýst um að íhuga meðvitað það jákvæða í fari fólks og tjá því með fallegum orðum að þú kunnir að meta það. Einlægt og persónulegt hrós getur gert kraftaverk. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan meira en einlægt hrós. Á vinnustöðum skiptir hrós sköpum fyrir frammistöðu og vellíðan starfsmanna. Hrós hvetur starfsmenn til dáða og eflir sjálfstraustið og stoltið. Vel meint og einlægt hrós ýtir undir jákvæð samskipti og getur breytt andrúmsloftinu í einni svipan. Hrós er auk þess staðfesting á því að við séum að gera réttu hlutina og að það sé tekið eftir því. Með því að hrósa af einlægni sýnum við persónulegan áhuga og viðurkenningu. Gott hrós einblínir á hegðun og atriði sem við getum haft stjórn á. Það er nákvæmt og sértækt, jákvætt orðað og veitt eins fljótt og hægt er eftir að tiltekin hegðun átti sér stað. Listin að þiggja hrós Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mikilvægt er að gangast við hrósi og sýna þakklæti, t.d. með því að segja „Takk fyrir falleg orð í minn garð“ eða „Virkilega gaman að heyra“. Þessi orð skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar tilfinninguna að þú hafir tekið við hrósinu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðuefnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurteisi. Það er heldur ekki ráðlagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæmingi eða slá hrósinu upp í fíflagang. Segjum einfaldlega „Takk“ og meðtökum gjöfina sem hrós svo sannarlega er. Hrós ýtir undir jákvæð mannleg samskipti og felur í sér umhyggju og kærleika. Það er einföld leið til að sýna velvild og þakklæti í ys og þys hversdagsins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hliðarnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlutirnir þurfa nefnilega ekki að vera fullkomnir til að vera góðir. Notum alþjóðlega hrósdaginn til að gefa einhverjum hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins. Þar setja um 6.000 manns reglulega inn hrós.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun