Hver verðskuldar þitt hrós? Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2021 11:09 Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 18 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Þeir benda jafnframt á að engin markaðsöfl tengist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga eins og t.d. Valentínusardaginn. Höfðað sé til einnar af grunnþörfum mannsins sem er að vera metinn að verðleikum. Hrós þarf að vera einlægt Hrósdagurinn snýst um að íhuga meðvitað það jákvæða í fari fólks og tjá því með fallegum orðum að þú kunnir að meta það. Einlægt og persónulegt hrós getur gert kraftaverk. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan meira en einlægt hrós. Á vinnustöðum skiptir hrós sköpum fyrir frammistöðu og vellíðan starfsmanna. Hrós hvetur starfsmenn til dáða og eflir sjálfstraustið og stoltið. Vel meint og einlægt hrós ýtir undir jákvæð samskipti og getur breytt andrúmsloftinu í einni svipan. Hrós er auk þess staðfesting á því að við séum að gera réttu hlutina og að það sé tekið eftir því. Með því að hrósa af einlægni sýnum við persónulegan áhuga og viðurkenningu. Gott hrós einblínir á hegðun og atriði sem við getum haft stjórn á. Það er nákvæmt og sértækt, jákvætt orðað og veitt eins fljótt og hægt er eftir að tiltekin hegðun átti sér stað. Listin að þiggja hrós Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mikilvægt er að gangast við hrósi og sýna þakklæti, t.d. með því að segja „Takk fyrir falleg orð í minn garð“ eða „Virkilega gaman að heyra“. Þessi orð skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar tilfinninguna að þú hafir tekið við hrósinu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðuefnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurteisi. Það er heldur ekki ráðlagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæmingi eða slá hrósinu upp í fíflagang. Segjum einfaldlega „Takk“ og meðtökum gjöfina sem hrós svo sannarlega er. Hrós ýtir undir jákvæð mannleg samskipti og felur í sér umhyggju og kærleika. Það er einföld leið til að sýna velvild og þakklæti í ys og þys hversdagsins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hliðarnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlutirnir þurfa nefnilega ekki að vera fullkomnir til að vera góðir. Notum alþjóðlega hrósdaginn til að gefa einhverjum hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins. Þar setja um 6.000 manns reglulega inn hrós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 18 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Þeir benda jafnframt á að engin markaðsöfl tengist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga eins og t.d. Valentínusardaginn. Höfðað sé til einnar af grunnþörfum mannsins sem er að vera metinn að verðleikum. Hrós þarf að vera einlægt Hrósdagurinn snýst um að íhuga meðvitað það jákvæða í fari fólks og tjá því með fallegum orðum að þú kunnir að meta það. Einlægt og persónulegt hrós getur gert kraftaverk. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan meira en einlægt hrós. Á vinnustöðum skiptir hrós sköpum fyrir frammistöðu og vellíðan starfsmanna. Hrós hvetur starfsmenn til dáða og eflir sjálfstraustið og stoltið. Vel meint og einlægt hrós ýtir undir jákvæð samskipti og getur breytt andrúmsloftinu í einni svipan. Hrós er auk þess staðfesting á því að við séum að gera réttu hlutina og að það sé tekið eftir því. Með því að hrósa af einlægni sýnum við persónulegan áhuga og viðurkenningu. Gott hrós einblínir á hegðun og atriði sem við getum haft stjórn á. Það er nákvæmt og sértækt, jákvætt orðað og veitt eins fljótt og hægt er eftir að tiltekin hegðun átti sér stað. Listin að þiggja hrós Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mikilvægt er að gangast við hrósi og sýna þakklæti, t.d. með því að segja „Takk fyrir falleg orð í minn garð“ eða „Virkilega gaman að heyra“. Þessi orð skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar tilfinninguna að þú hafir tekið við hrósinu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðuefnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurteisi. Það er heldur ekki ráðlagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæmingi eða slá hrósinu upp í fíflagang. Segjum einfaldlega „Takk“ og meðtökum gjöfina sem hrós svo sannarlega er. Hrós ýtir undir jákvæð mannleg samskipti og felur í sér umhyggju og kærleika. Það er einföld leið til að sýna velvild og þakklæti í ys og þys hversdagsins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hliðarnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlutirnir þurfa nefnilega ekki að vera fullkomnir til að vera góðir. Notum alþjóðlega hrósdaginn til að gefa einhverjum hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins. Þar setja um 6.000 manns reglulega inn hrós.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar