Mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann frá upphafi mælinga Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 12:26 Samdráttur í einkaneyslu var minni á síðasta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þar hefur öflug jólaverslun og netverslun ekki skemmt fyrir. Vísir/Vilhelm Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu. Áætlað er að einkaneysla hafi dregist saman um 3,3% að raungildi á árinu 2020 samanborið við 2019, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Í síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í október var gert ráð fyrir að landsframleiðsla myndi dragast saman um 7,6% árið 2020 og eru horfurnar því betri í þessum fyrstu áætlunum þjóðhagsreikninga. Mesti samdráttur á mann frá lokum seinni heimsstyrjaldar Samkvæmt mælingum Hagstofunnar dróst landsframleiðsla á mann saman um 8,2% að raungildi á árinu 2020 að teknu tilliti til mannfjöldaaukningar, sem nam 1,7%. Er það mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann sem mælst hefur hér á landi frá upphafi mælinga eða frá árinu 1946. Í mælingum gætir umtalsverðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á neyslu íslenskra heimila. Yfir árið í heild er áætlað að útgjöld Íslendinga erlendis hafi dregist saman um 65,2% frá fyrra ári, er fram kemur á vef Hagstofunnar. Landsframleiðsla tók mikla dýfu á síðasta ári.Hagstofa Íslands Þrátt fyrir samdrátt í neyslu Íslendinga erlendis og sömuleiðis í ákveðnum útgjaldaflokkum innlendrar neyslu vegur aukning í öðrum að verulegu leyti upp þann samdrátt. Þannig er til að mynda áætlað að einkaneysluútgjöld vegna kaupa á húsgögnum og öðrum heimilisbúnaði hafi aukist að raungildi um 7,6% á árinu 2020 og útgjöld vegna kaupa á áfengi og tóbaki um 10,8%. Á sama tíma jókst samneysla um 3,1% að raungildi á liðnu ári samanborið við 3,9% vöxt árið 2019. Þá er áætlað að þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, hafi dregist saman um 1,9% og fjármunamyndun um 6,8. Fleiri fullgerðar íbúðir en færri á fyrri byggingarstigum Áætlað er að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 3,5% á árinu 2020 borið saman við 8,0% árið 2019. Talið er að samdráttur í landsframleiðslu skýrist að verulegu leyti af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta en innflutningur dróst saman um 22,0% á árinu á meðan útflutningur dróst töluvert meira saman eða um 30,5%. Vöruútflutningur dróst saman um 8,5% á árinu en samdráttur í útfluttri þjónustu mældist 51,2% á ársgrundvelli. Vöruinnflutningur dróst saman um 12,5% á árinu 2020 og innflutningur þjónustu um 38,5%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 17,5 milljarða króna á árinu 2020 borið saman við 153,9 milljarða króna jákvæðan jöfnuð árið 2019 á verðlagi hvors árs. Fram kemur á vef Hagstofunnar að þrátt fyrir að aukning í fjölda fullgerðra íbúða hafi ekki mælst meiri frá árinu 2007, eða tæplega fjögur þúsund íbúðir á árinu 2020, dróst íbúðafjárfesting saman um 1,2% á árinu 2020 borið saman við 2019. Skýrist það af samdrætti í fjölda íbúða á fyrri byggingarstigum á tímabilinu samanborið við fyrra ár. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50 Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Áætlað er að einkaneysla hafi dregist saman um 3,3% að raungildi á árinu 2020 samanborið við 2019, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Í síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í október var gert ráð fyrir að landsframleiðsla myndi dragast saman um 7,6% árið 2020 og eru horfurnar því betri í þessum fyrstu áætlunum þjóðhagsreikninga. Mesti samdráttur á mann frá lokum seinni heimsstyrjaldar Samkvæmt mælingum Hagstofunnar dróst landsframleiðsla á mann saman um 8,2% að raungildi á árinu 2020 að teknu tilliti til mannfjöldaaukningar, sem nam 1,7%. Er það mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann sem mælst hefur hér á landi frá upphafi mælinga eða frá árinu 1946. Í mælingum gætir umtalsverðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á neyslu íslenskra heimila. Yfir árið í heild er áætlað að útgjöld Íslendinga erlendis hafi dregist saman um 65,2% frá fyrra ári, er fram kemur á vef Hagstofunnar. Landsframleiðsla tók mikla dýfu á síðasta ári.Hagstofa Íslands Þrátt fyrir samdrátt í neyslu Íslendinga erlendis og sömuleiðis í ákveðnum útgjaldaflokkum innlendrar neyslu vegur aukning í öðrum að verulegu leyti upp þann samdrátt. Þannig er til að mynda áætlað að einkaneysluútgjöld vegna kaupa á húsgögnum og öðrum heimilisbúnaði hafi aukist að raungildi um 7,6% á árinu 2020 og útgjöld vegna kaupa á áfengi og tóbaki um 10,8%. Á sama tíma jókst samneysla um 3,1% að raungildi á liðnu ári samanborið við 3,9% vöxt árið 2019. Þá er áætlað að þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, hafi dregist saman um 1,9% og fjármunamyndun um 6,8. Fleiri fullgerðar íbúðir en færri á fyrri byggingarstigum Áætlað er að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 3,5% á árinu 2020 borið saman við 8,0% árið 2019. Talið er að samdráttur í landsframleiðslu skýrist að verulegu leyti af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta en innflutningur dróst saman um 22,0% á árinu á meðan útflutningur dróst töluvert meira saman eða um 30,5%. Vöruútflutningur dróst saman um 8,5% á árinu en samdráttur í útfluttri þjónustu mældist 51,2% á ársgrundvelli. Vöruinnflutningur dróst saman um 12,5% á árinu 2020 og innflutningur þjónustu um 38,5%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 17,5 milljarða króna á árinu 2020 borið saman við 153,9 milljarða króna jákvæðan jöfnuð árið 2019 á verðlagi hvors árs. Fram kemur á vef Hagstofunnar að þrátt fyrir að aukning í fjölda fullgerðra íbúða hafi ekki mælst meiri frá árinu 2007, eða tæplega fjögur þúsund íbúðir á árinu 2020, dróst íbúðafjárfesting saman um 1,2% á árinu 2020 borið saman við 2019. Skýrist það af samdrætti í fjölda íbúða á fyrri byggingarstigum á tímabilinu samanborið við fyrra ár.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50 Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30
Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent