Mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann frá upphafi mælinga Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 12:26 Samdráttur í einkaneyslu var minni á síðasta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þar hefur öflug jólaverslun og netverslun ekki skemmt fyrir. Vísir/Vilhelm Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu. Áætlað er að einkaneysla hafi dregist saman um 3,3% að raungildi á árinu 2020 samanborið við 2019, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Í síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í október var gert ráð fyrir að landsframleiðsla myndi dragast saman um 7,6% árið 2020 og eru horfurnar því betri í þessum fyrstu áætlunum þjóðhagsreikninga. Mesti samdráttur á mann frá lokum seinni heimsstyrjaldar Samkvæmt mælingum Hagstofunnar dróst landsframleiðsla á mann saman um 8,2% að raungildi á árinu 2020 að teknu tilliti til mannfjöldaaukningar, sem nam 1,7%. Er það mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann sem mælst hefur hér á landi frá upphafi mælinga eða frá árinu 1946. Í mælingum gætir umtalsverðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á neyslu íslenskra heimila. Yfir árið í heild er áætlað að útgjöld Íslendinga erlendis hafi dregist saman um 65,2% frá fyrra ári, er fram kemur á vef Hagstofunnar. Landsframleiðsla tók mikla dýfu á síðasta ári.Hagstofa Íslands Þrátt fyrir samdrátt í neyslu Íslendinga erlendis og sömuleiðis í ákveðnum útgjaldaflokkum innlendrar neyslu vegur aukning í öðrum að verulegu leyti upp þann samdrátt. Þannig er til að mynda áætlað að einkaneysluútgjöld vegna kaupa á húsgögnum og öðrum heimilisbúnaði hafi aukist að raungildi um 7,6% á árinu 2020 og útgjöld vegna kaupa á áfengi og tóbaki um 10,8%. Á sama tíma jókst samneysla um 3,1% að raungildi á liðnu ári samanborið við 3,9% vöxt árið 2019. Þá er áætlað að þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, hafi dregist saman um 1,9% og fjármunamyndun um 6,8. Fleiri fullgerðar íbúðir en færri á fyrri byggingarstigum Áætlað er að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 3,5% á árinu 2020 borið saman við 8,0% árið 2019. Talið er að samdráttur í landsframleiðslu skýrist að verulegu leyti af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta en innflutningur dróst saman um 22,0% á árinu á meðan útflutningur dróst töluvert meira saman eða um 30,5%. Vöruútflutningur dróst saman um 8,5% á árinu en samdráttur í útfluttri þjónustu mældist 51,2% á ársgrundvelli. Vöruinnflutningur dróst saman um 12,5% á árinu 2020 og innflutningur þjónustu um 38,5%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 17,5 milljarða króna á árinu 2020 borið saman við 153,9 milljarða króna jákvæðan jöfnuð árið 2019 á verðlagi hvors árs. Fram kemur á vef Hagstofunnar að þrátt fyrir að aukning í fjölda fullgerðra íbúða hafi ekki mælst meiri frá árinu 2007, eða tæplega fjögur þúsund íbúðir á árinu 2020, dróst íbúðafjárfesting saman um 1,2% á árinu 2020 borið saman við 2019. Skýrist það af samdrætti í fjölda íbúða á fyrri byggingarstigum á tímabilinu samanborið við fyrra ár. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50 Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Áætlað er að einkaneysla hafi dregist saman um 3,3% að raungildi á árinu 2020 samanborið við 2019, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Í síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í október var gert ráð fyrir að landsframleiðsla myndi dragast saman um 7,6% árið 2020 og eru horfurnar því betri í þessum fyrstu áætlunum þjóðhagsreikninga. Mesti samdráttur á mann frá lokum seinni heimsstyrjaldar Samkvæmt mælingum Hagstofunnar dróst landsframleiðsla á mann saman um 8,2% að raungildi á árinu 2020 að teknu tilliti til mannfjöldaaukningar, sem nam 1,7%. Er það mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann sem mælst hefur hér á landi frá upphafi mælinga eða frá árinu 1946. Í mælingum gætir umtalsverðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á neyslu íslenskra heimila. Yfir árið í heild er áætlað að útgjöld Íslendinga erlendis hafi dregist saman um 65,2% frá fyrra ári, er fram kemur á vef Hagstofunnar. Landsframleiðsla tók mikla dýfu á síðasta ári.Hagstofa Íslands Þrátt fyrir samdrátt í neyslu Íslendinga erlendis og sömuleiðis í ákveðnum útgjaldaflokkum innlendrar neyslu vegur aukning í öðrum að verulegu leyti upp þann samdrátt. Þannig er til að mynda áætlað að einkaneysluútgjöld vegna kaupa á húsgögnum og öðrum heimilisbúnaði hafi aukist að raungildi um 7,6% á árinu 2020 og útgjöld vegna kaupa á áfengi og tóbaki um 10,8%. Á sama tíma jókst samneysla um 3,1% að raungildi á liðnu ári samanborið við 3,9% vöxt árið 2019. Þá er áætlað að þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, hafi dregist saman um 1,9% og fjármunamyndun um 6,8. Fleiri fullgerðar íbúðir en færri á fyrri byggingarstigum Áætlað er að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 3,5% á árinu 2020 borið saman við 8,0% árið 2019. Talið er að samdráttur í landsframleiðslu skýrist að verulegu leyti af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta en innflutningur dróst saman um 22,0% á árinu á meðan útflutningur dróst töluvert meira saman eða um 30,5%. Vöruútflutningur dróst saman um 8,5% á árinu en samdráttur í útfluttri þjónustu mældist 51,2% á ársgrundvelli. Vöruinnflutningur dróst saman um 12,5% á árinu 2020 og innflutningur þjónustu um 38,5%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 17,5 milljarða króna á árinu 2020 borið saman við 153,9 milljarða króna jákvæðan jöfnuð árið 2019 á verðlagi hvors árs. Fram kemur á vef Hagstofunnar að þrátt fyrir að aukning í fjölda fullgerðra íbúða hafi ekki mælst meiri frá árinu 2007, eða tæplega fjögur þúsund íbúðir á árinu 2020, dróst íbúðafjárfesting saman um 1,2% á árinu 2020 borið saman við 2019. Skýrist það af samdrætti í fjölda íbúða á fyrri byggingarstigum á tímabilinu samanborið við fyrra ár.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50 Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30
Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00