Borg er samfélag Alexandra Briem skrifar 25. febrúar 2021 07:01 Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Alexandra Briem Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar