Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 10:07 Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Grindavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Ölfus Mosfellsbær Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira