Flokkspólitísk framboðsræða í Facebook-hópi hjúkrunarfræðinga veldur ólgu Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2021 08:42 Píratarnir Katrín Sif og Rannveig Ernudóttir efndu til athyglisverðrar umræðu á Facebookhópnum Bakland hjúkrunarfræðinga sem varðar spurningar um mikilvægi þess að hinir og þessir hagsmunahóparnir eigi sína fulltrúa á löggjafarþinginu. Katrín Sif kallaði eftir stuðningi en það þótti ekki við hæfi á þessum vettvangi. Ýmsir hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framboðsræðu Katrínar Sifjar Sigurgeirsdóttur sem hún birti á Facebook-hópi þeirra. Athyglisverðar umræður áttu sér stað áður en pistillinn og umræðan var fjarlægð. Katrín Sif, sem hefur meðal annars verið formaður kjaranefndar ljósmæðra og vakti athygli sem slík í harðri deilu við ríkið, birti pistil í Facebook-hópi sem heitir Bakland hjúkrunarfræðinga. Þar segist hún ætla að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og ekki veiti nú af að hafa allar klær úti og fá allan stuðning sem mögulegt er að sækja. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að heilbrigðisstéttirnar eigi sér fulltrúa á Alþingi enda málaflokkurinn einn sá stærsti. Og það er alltaf gott að hafa manneskju „af gólfinu“ sem þekkir aðstæður, veit hvar skóinn kreppir og hefur metnað vilja til að beita sér fyrir málaflokkinn.“ Katrín Sif segist tilbúin að tala fyrir þeirra hagsmunum, tala þeirra máli. Hún segist gefa kost á sér í oddvitasætið og vonast til að ná þingsæti eftir kosningarnar. Hún óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga. „Gefa mér gott orð,“ segir hún og lætur broskall fylgja. „Umtal og kynning er mjög mikilvæg. Og síðast en ekki síst, Kjósa X-P“. Ýmsir telja þetta ekki rétta vettvanginn Katrín Sif fær ekki alveg þær undirtektir og hún hafði vonast til. Um þrjátíu í stórum hópi, eða 3.600 manns, „læka“ en fyrsta athugasemd er sú að með fullri virðingu, þá telur sá sem ritar þetta ekki eiga heima í hópnum. Og eru margir sem taka undir það sjónarmið. „Á alls ekki heima í þessum hópi!“ Bent er á að flokkapólitík eigi ekki við á þessum vettvangi. Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata og tómstunda- og félagsmálafræðingur, kemur Katrínu Sif til varnar og spyr hvar ef ekki þarna, í sínu baklandi, eigi hún að leita stuðnings. Og reynir að átta sig á hvað það er sem hjúkrunarfræðingum misbýður? Rannveig hefði haldið að þetta „væri einmitt vettvangurinn fyrir frambjóðendur til að „kalla eftir stuðningi – þið eruð stéttin sem hafið fengið að það allra mest þegar stjórnvöld beita ykkur ofbeldi, valdníðsla gagnvart ykkur í kjarabaráttu og vanvirðingu við fyrir störfum ykkar frá stjórnvöldum er vel þekkt af öllum sem ekki hafa búið undir steini frá barnæsku.“ Ýmsir hópar með sína fulltrúa á þingi Og Rannveig heldur áfram: „Svo nú er ein úr ykkar hópi, manneskja sem hefur einmitt tekið þennan slag við stjórnvöld, búin að segja „ok þá þurfum við bara að komast inn á þing og reyna að taka slaginn innan húss“ – en þá er hún bara slegin niður því þetta er ekki rétti vettvangurinn og gefið í skyn að þetta sé óeðlilegt?“ Hún segir það vel þekkta „taktík í pólitíkinni að hagsmunasamtök sendi á þing „sitt“ fólk – sjávarútvegurinn er t.d. með heilan stjórnmálaflokk á þingi til að vernda sína hagsmuni, Samtök atvinnulífsins er einnig með sína fulltrúa á þingi – og í báðum tilfellum vinna fulltrúar þeirra á kostnað grunnstoða samfélagsins eins og við þekkjum.“ Halldóra Mogensen, þingmaður í fæðingarorlofi, setur læk við þetta og það gerir Katrín Sif einnig og þakkar Rannveigu fyrir stuðninginn. Segir að bókstafurinn/flokkurinn eigi ekki að skipta öllu máli. „Gott geldur góður. Mér þætti vænt um að lesa einhver rök fyrir því að þetta sé óviðeigandi.“ En þær Katrín Sif og Rannveig höfðu ekki erindi sem erfiði; pistillinn og þar með öll umræðan fékk að fjúka af þessum vettvangi eftir heitar og athyglisverðar umræður. Alþingi Kjaramál Píratar Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Katrín Sif, sem hefur meðal annars verið formaður kjaranefndar ljósmæðra og vakti athygli sem slík í harðri deilu við ríkið, birti pistil í Facebook-hópi sem heitir Bakland hjúkrunarfræðinga. Þar segist hún ætla að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og ekki veiti nú af að hafa allar klær úti og fá allan stuðning sem mögulegt er að sækja. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að heilbrigðisstéttirnar eigi sér fulltrúa á Alþingi enda málaflokkurinn einn sá stærsti. Og það er alltaf gott að hafa manneskju „af gólfinu“ sem þekkir aðstæður, veit hvar skóinn kreppir og hefur metnað vilja til að beita sér fyrir málaflokkinn.“ Katrín Sif segist tilbúin að tala fyrir þeirra hagsmunum, tala þeirra máli. Hún segist gefa kost á sér í oddvitasætið og vonast til að ná þingsæti eftir kosningarnar. Hún óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga. „Gefa mér gott orð,“ segir hún og lætur broskall fylgja. „Umtal og kynning er mjög mikilvæg. Og síðast en ekki síst, Kjósa X-P“. Ýmsir telja þetta ekki rétta vettvanginn Katrín Sif fær ekki alveg þær undirtektir og hún hafði vonast til. Um þrjátíu í stórum hópi, eða 3.600 manns, „læka“ en fyrsta athugasemd er sú að með fullri virðingu, þá telur sá sem ritar þetta ekki eiga heima í hópnum. Og eru margir sem taka undir það sjónarmið. „Á alls ekki heima í þessum hópi!“ Bent er á að flokkapólitík eigi ekki við á þessum vettvangi. Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata og tómstunda- og félagsmálafræðingur, kemur Katrínu Sif til varnar og spyr hvar ef ekki þarna, í sínu baklandi, eigi hún að leita stuðnings. Og reynir að átta sig á hvað það er sem hjúkrunarfræðingum misbýður? Rannveig hefði haldið að þetta „væri einmitt vettvangurinn fyrir frambjóðendur til að „kalla eftir stuðningi – þið eruð stéttin sem hafið fengið að það allra mest þegar stjórnvöld beita ykkur ofbeldi, valdníðsla gagnvart ykkur í kjarabaráttu og vanvirðingu við fyrir störfum ykkar frá stjórnvöldum er vel þekkt af öllum sem ekki hafa búið undir steini frá barnæsku.“ Ýmsir hópar með sína fulltrúa á þingi Og Rannveig heldur áfram: „Svo nú er ein úr ykkar hópi, manneskja sem hefur einmitt tekið þennan slag við stjórnvöld, búin að segja „ok þá þurfum við bara að komast inn á þing og reyna að taka slaginn innan húss“ – en þá er hún bara slegin niður því þetta er ekki rétti vettvangurinn og gefið í skyn að þetta sé óeðlilegt?“ Hún segir það vel þekkta „taktík í pólitíkinni að hagsmunasamtök sendi á þing „sitt“ fólk – sjávarútvegurinn er t.d. með heilan stjórnmálaflokk á þingi til að vernda sína hagsmuni, Samtök atvinnulífsins er einnig með sína fulltrúa á þingi – og í báðum tilfellum vinna fulltrúar þeirra á kostnað grunnstoða samfélagsins eins og við þekkjum.“ Halldóra Mogensen, þingmaður í fæðingarorlofi, setur læk við þetta og það gerir Katrín Sif einnig og þakkar Rannveigu fyrir stuðninginn. Segir að bókstafurinn/flokkurinn eigi ekki að skipta öllu máli. „Gott geldur góður. Mér þætti vænt um að lesa einhver rök fyrir því að þetta sé óviðeigandi.“ En þær Katrín Sif og Rannveig höfðu ekki erindi sem erfiði; pistillinn og þar með öll umræðan fékk að fjúka af þessum vettvangi eftir heitar og athyglisverðar umræður.
Alþingi Kjaramál Píratar Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira