Lykilatriði að fá nýnema í staðkennslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:01 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. vísir/Egill Rektor Háskóla Íslands segir forgangsmál að fá nýnema í staðnám. Rýmri reglur um skólahald taka gildi á mánudag. Samkvæmt nýjum reglum mega hundrað og fimmtíu nemendur vera saman í hverju rými og nándarmörk eru færð niður í einn metra. Þá verður blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum. „Það er verið að rýmka reglurnar, við munum sjá meira staðnám á háskólastiginu og meira félagslíf á framhaldsskólastiginu. Þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðburðir tengdir félagsstarfi í grunn- og framhaldsskólum verða leyfðir í skólabyggingum og einungis þarf að bera grímur í skólum þegar ekki er unnt að viðhafa eins metra fjarlægð. „Það þarf auðvitað að gæta að öllum sóttvörnum og ég ítreka það að við viljum ekki missa þessa stöðu frá okkur,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að neyðarstjórn skólans muni fara yfir útfærslu á nýjum reglum á fundi á morgun. Hann gerir ráð fyrir að fleiri nemendur fái nú að mæta í skólann. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta eitthvað. Við höfum lagt námefnið eða misserið út þannig að þetta sé að mestu leyti rafræn kennsla. Og svo er náttúrulega eitt sem hefur gerst í millitíðinni, það er þetta flóð sem leiddi til þess að stærstu stofurnar okkar eru ekki nothæfar hér á háskólatorgi, svo það hefur áhrif á þetta,“ segir Jón Atli. Hann segir forgangsmál að fá nýnema inn í skólann. „Nú erum við komin í næstu viku inn í mars og þetta fyrsta ár þeirra hefur ekki verið þannig að þau hafa getað verið mikið í skólanum, þó þau hafi getað komið í verklega kensnlu. Þannig ég myndi segja að það sé lykilatriði. En síðan eru það bara eiginlega allir aðrir. Við þurfum bara að fá fólk hérna inn í skólann.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Háskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum mega hundrað og fimmtíu nemendur vera saman í hverju rými og nándarmörk eru færð niður í einn metra. Þá verður blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum. „Það er verið að rýmka reglurnar, við munum sjá meira staðnám á háskólastiginu og meira félagslíf á framhaldsskólastiginu. Þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðburðir tengdir félagsstarfi í grunn- og framhaldsskólum verða leyfðir í skólabyggingum og einungis þarf að bera grímur í skólum þegar ekki er unnt að viðhafa eins metra fjarlægð. „Það þarf auðvitað að gæta að öllum sóttvörnum og ég ítreka það að við viljum ekki missa þessa stöðu frá okkur,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að neyðarstjórn skólans muni fara yfir útfærslu á nýjum reglum á fundi á morgun. Hann gerir ráð fyrir að fleiri nemendur fái nú að mæta í skólann. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta eitthvað. Við höfum lagt námefnið eða misserið út þannig að þetta sé að mestu leyti rafræn kennsla. Og svo er náttúrulega eitt sem hefur gerst í millitíðinni, það er þetta flóð sem leiddi til þess að stærstu stofurnar okkar eru ekki nothæfar hér á háskólatorgi, svo það hefur áhrif á þetta,“ segir Jón Atli. Hann segir forgangsmál að fá nýnema inn í skólann. „Nú erum við komin í næstu viku inn í mars og þetta fyrsta ár þeirra hefur ekki verið þannig að þau hafa getað verið mikið í skólanum, þó þau hafi getað komið í verklega kensnlu. Þannig ég myndi segja að það sé lykilatriði. En síðan eru það bara eiginlega allir aðrir. Við þurfum bara að fá fólk hérna inn í skólann.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Háskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira