Velti fyrir sér hvernig höfuðpaurarnir gátu leikið lausum hala Sylvía Hall skrifar 22. febrúar 2021 19:48 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem þurfa til að upplýsa mál. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, útilokar ekki að það vanti frumkvæði eða vilja hjá lögreglu til þess að hefja rannsókn þegar vísbendingar eru um ólöglega háttsemi. Löggjafinn þurfi þó að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem til þurfa. Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýndi þá sem hafa farið fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi, en Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði í mörg ár sýnt ábendingum um tiltekinn einstakling lítinn áhuga, þrátt fyrir vísbendingar um gífurlegan auð án skýringa. „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vilhjálmur ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa spurt sjálfan sig sömu spurninga á sínum tíma í lögreglunni. „Hvaðan koma peningarnir og hvernig geta höfuðpaurarnir oft leikið lausum hala og lifað svona hátt? Þarna er náttúrulega nærtækast að elta peningana – hvar er peningaþvættið og annað slíkt?“ Hann segir nauðsynlegt að lögreglan hafi þær heimildir sem þurfa í slíkum rannsóknum og bætir við að nú þegar sé hafin vinna við það að auka samstarf milli stofnana. Stórt skref hafi verið stigið með stofnun embættis héraðssaksóknara. „Svo liggur fyrir þinginu núna breyting um að Embætti skattrannsóknarstjóra gangi inn í Ríkisskattstjóra að hluta til og eitthvað frekar til lögreglunnar. Þá er kannski verið að stytta þessar boðleiðir og auka yfirsýn.“ „Þurfum að vera á tánum“ Aðspurður hvers vegna hann telji lögreglu ekki hafa sinnt frumkvæðisskyldu sinni segir Vilhjálmur ekki útiloka að það vanti viljann til að ganga inn í slík mál. Til að mynda hafi verið rætt um í tengslum við núverandi rannsókn á morðinu í Rauðagerði að það gæti vantað vissar heimildir. „Það eru líka fleiri á þessari skoðun eins og Árni Þór, enda var málið sent til héraðssaksóknara til rannsóknar út af þessu. Út frá því er þessi leki kominn, einhverjum þótti þetta óeðlilegt og því var gerð rannsókn á því innan lögreglunnar hvað hefði farið úrskeiðis. Hvort það væri einhver ástæða fyrir því að frumkvæðið væri ekki meira en þetta.“ Hann segir mikilvægt að vera á tánum í þessum málum, enda sé ákall frá samfélaginu að koma í veg fyrir hneykslismál á borð við það sem Árni vísar til. Sjálfur trúi hann því að Ísland sé á þeirri vegferð, en þó sé alltaf hægt að gera betur. „Ef það er eitthvað óeðlilegt innan lögreglunnar og einhverjir eru að fá einhverja sérstaka meðferð eiga að vera komnir skýrari ferlar til að fylgjast með því. Það er erfiðara ef þetta er eitthvað skipulagt innan lögreglunnar. Við þurfum að auka samstarfið með skattrannsóknum og fjármunabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglu svo það sé hægt að tengja þarna á milli.“ Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Morð í Rauðagerði Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýndi þá sem hafa farið fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi, en Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði í mörg ár sýnt ábendingum um tiltekinn einstakling lítinn áhuga, þrátt fyrir vísbendingar um gífurlegan auð án skýringa. „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vilhjálmur ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa spurt sjálfan sig sömu spurninga á sínum tíma í lögreglunni. „Hvaðan koma peningarnir og hvernig geta höfuðpaurarnir oft leikið lausum hala og lifað svona hátt? Þarna er náttúrulega nærtækast að elta peningana – hvar er peningaþvættið og annað slíkt?“ Hann segir nauðsynlegt að lögreglan hafi þær heimildir sem þurfa í slíkum rannsóknum og bætir við að nú þegar sé hafin vinna við það að auka samstarf milli stofnana. Stórt skref hafi verið stigið með stofnun embættis héraðssaksóknara. „Svo liggur fyrir þinginu núna breyting um að Embætti skattrannsóknarstjóra gangi inn í Ríkisskattstjóra að hluta til og eitthvað frekar til lögreglunnar. Þá er kannski verið að stytta þessar boðleiðir og auka yfirsýn.“ „Þurfum að vera á tánum“ Aðspurður hvers vegna hann telji lögreglu ekki hafa sinnt frumkvæðisskyldu sinni segir Vilhjálmur ekki útiloka að það vanti viljann til að ganga inn í slík mál. Til að mynda hafi verið rætt um í tengslum við núverandi rannsókn á morðinu í Rauðagerði að það gæti vantað vissar heimildir. „Það eru líka fleiri á þessari skoðun eins og Árni Þór, enda var málið sent til héraðssaksóknara til rannsóknar út af þessu. Út frá því er þessi leki kominn, einhverjum þótti þetta óeðlilegt og því var gerð rannsókn á því innan lögreglunnar hvað hefði farið úrskeiðis. Hvort það væri einhver ástæða fyrir því að frumkvæðið væri ekki meira en þetta.“ Hann segir mikilvægt að vera á tánum í þessum málum, enda sé ákall frá samfélaginu að koma í veg fyrir hneykslismál á borð við það sem Árni vísar til. Sjálfur trúi hann því að Ísland sé á þeirri vegferð, en þó sé alltaf hægt að gera betur. „Ef það er eitthvað óeðlilegt innan lögreglunnar og einhverjir eru að fá einhverja sérstaka meðferð eiga að vera komnir skýrari ferlar til að fylgjast með því. Það er erfiðara ef þetta er eitthvað skipulagt innan lögreglunnar. Við þurfum að auka samstarfið með skattrannsóknum og fjármunabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglu svo það sé hægt að tengja þarna á milli.“
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Morð í Rauðagerði Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira